Ísklifuraðstæður 2019-2020

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2019-2020

 • Author
  Posts
 • #68299
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Vetur konungur farinn að láta sjá sig og tími til kominn að hefja þráð um aðstæður vetursins.

  Af samfélagsmiðlum að dæma voru nokkrir sem freistuðust að finna ís eftir kuldakast síðustu viku.

  Ég fór ásamt Stebba og Gumma í Múlafjall í gær. Stefnan var sett á Stíganda. Við klifrðum styttri höftin upp að því lengsta og stoppuðum þar. Þar fannst okkur sturtan sem kom niður með fossinum um of svo við sigum niður á v-þræðingu. Fórum þaðan í Leikfangaland og klifruðum Botnlanga í skemmtilegum WI3 aðstæðum.

  Við komum við í Testofunni á leiðinni niður og þar voru svipaðar aðstæður og annars staðar. Eitthvað af ágætum ís og líklega vel hægt að klifra boltuðu leiðirnar.

  #68301
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Við þetta má bæta að á föstudaginn keyrði ég sunnanverða Vestfirðina til Reykjavíkur og þar var slatti af ís farinn að myndast. Meira að segja Dynandi var frosinn að stórum hluta.

  Hafði líka augun opin í Bröttubrekku og þar virstust Single Malt leiðirnar vera að detta inn.

  #68307
  Freyr IngiFreyr Ingi
  Participant

  Jú mikið rétt, það var einnig klifrað í Brynjudal í gær.

  Ági, Hulda og ég fórum upp ísleið vestan Flugugils.

  Sólstafir

  #68310
  Bergur Einarsson
  Participant

  Fórum líka nokkrir Hafnfiðringar í Spora hvilftina í gær. Fínar aðstæður í léttari leiðunum, klifruðum bæði Spora og Fara. Smá vatn á ferðinni undir ísnum í Fara en nóg af ís bæði til að klifra og tryggja vel. Konudagsfoss, var ekki kominn í aðstæður, kertaður og ekki alveg heill.

  #68408

  Slatti af ís hérna fyrir vestan (er á Ísafirði þennan veturinn) en veðrið hefur verið óstabílt og leiðinda umhleypingar. En vonandi fer þetta að koma almennilega. Vel formaðar línur í Naustahvilft til dæmis og fleiri staðir að koma til. Set hér með nokkar myndir. Á þeirri fyrstu sjást línurnar í Hafradal. Það er búið að klifra leiðir þar sem kallast Betanía og Sýndarveruleiki en gömlu kempurnar hér eru enn að reyna muna hvar þær eru. Við Viðar Kristins og Heiða Jóns vorum að leika okkur um daginn í þessari lengst til vinstri á myndinni í ansi blautum aðstæðum en spurningin er hvort hún hafi verið klifruð áður eða ekki.

  Næsta mynd er úr Bakkahvilft sem gengur úr Hnífsdal. Það hefur líklega ekki verið klifrað þarna áður. Við Heiða Jóns klifruðum leiðina sem rauða örin bendir á, föstudaginn 29.11.2019. (Purrkur, WI3+/4, 50m). Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk. Stefnið auðvitað á að klára það dæmi sjálfur. Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, sórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.

  Restin er svo þegar Purrkur var farinn.

  #68470
  GummiskutaGummiskuta
  Participant

  Ég tók ísrúntinn í gær 5.12 og það leit út fyrir að vera fínar aðstæður í Hrútadal og Eilífsdal.
  Aftur á móti gat ég ekki séð neinn ís í Múlafjalli, Brynjudal,Búhömrum né í Villingadal.

  #68508
  GummiskutaGummiskuta
  Participant

  Var að koma úr öðrum rúnt og það er allt smekk fullt inni í Brynjudal, Eilífsdal og Búhömrum.

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.