Ís-helgin-aðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ís-helgin-aðstæður

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46038
  Freyr Ingi
  Participant

  Fjórmennt var í 55° í Búhömrum í dag.
  Þar voru undirritaður, Andri Bjarna, Gummi Tómasar og Sissi.

  Aðstæður voru svona að bresta á, blautur ís, ekki samvaxinn og þunnur á köflum.

  Tvíburagil: alveg mígandi blautt
  Nálarauga: Frekar þunnt en fönní

  Annars sáum við til Gauja flubba á svipuðum slóðum.
  Sá ekki hvert hann fór.

  Kv,

  Freysi

  #53272
  Skabbi
  Participant

  Í Kjósinni eru löðrandi ísaðstæður! Hafi menn áhuga á Spora eða öðrum leiðum í Kórnum eru aðstæður hreinlega til fyrirmyndar.

  Ef e-r á leið um svæðið mæli ég sérstaklega með gilinu vestan megin við Spora. Á miðri leið upp gilið má hugsanlega finna rauðan skrímer með BD bínu. Hann á ég og þætti vænt um að fá aftur, skyldi e-r rekast á hann.

  Svo er það bara Eilífsdalur í fyrramálið!

  Skabbi

  #53273
  2806763069
  Member

  Jæja, allir að segja frá aðstæðum eftir ferðir helgarinnar!

  Munið að maður gerir ekki neitt fyrir ekki neinn sem gerir ekki neitt fyrir ekki neinn.

  Annars hef ég ekki margt að segja að svo komnu máli. Þær línur sem á annað borð eru feitar í góðum aðstæðum eru alveg að detta inn og það eru enn túrhestar og ís á Sólheimajökli.

  kv.
  Softarinn – fer hratt harðnandi – eins og vatnið!

  #53274
  Freyr Ingi
  Participant

  Fljótshlíðin varð fyrir valinu í dag hjá mér, Viðari Gumma Tómasar og Viktori.
  Fórum “álið er málið” í Þórólfsárgili og kíktum svo á Marðarárgljúfur líka.
  Leiðir almennt nokkuð þunnar… en promising!

  Flott svæði þarna innfrá.

  Hvernig er Eilífsdalur?

  Freysi

  #53275
  Sissi
  Moderator

  Eitthvað að gerast með Stækkum Straumsvík?

  #53276
  1012803659
  Participant

  Skrapp í Búhamrana eins og Freysi segir, ég fór létt bröllt í tvíburagilinu.

  Það var fínt fyrri part dags en þegar sólin náði inn í gilið varð allt rennandi blautt. Heldur þunnt, en allt á réttri leið.

  Myndir af aðstæðum:
  http://picasaweb.google.com/gudjonbj/TvBuragili30NV#

  #53277
  Siggi Tommi
  Participant

  Jájá.

  Fór við fimmta mann í Eilífsdal í bítið í gær.
  Voru þar á ferð undirritaður, Gunni Magg, Marianne sportrotta frá Niðurlöndum, Gummi hinn hávaxni og Arnar hinn ekki-jafn-hávaxni.
  Aðstæður uppfrá voru hressandi. Nóg af ís en fossarnir eru enn að loka sér, slatti af tjöldum og regnhlífum svo það þarf aðeins að þræða framhjá því vafasamasta. Ég, Gunni og Marianne fórum mið- og hægri Tjaldsúlurnar og var sú hægri sérstaklega tær f***ings snilld. Gummi og Arnar fóru í vinstri Súluna og var hún vel fær hægra megin.
  Einfarinn var þunnur en fínn niðri. Efri spönnin upp vinstri var mjög úfin en eflaust gerleg. Sá ekki inn í hornið þar sem orginallinn liggur. Gummi og Arnar voru að hnoðast þarna svo þeir geta gefið betra rapport um það.
  Þilið náði saman og ég myndi giska á að það sé svipað og var þegar ég fór þar í byrjun des í fyrra (fórum ekki alveg að því). Sjá http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili8Des2007#

  Frost var með afbrigðum mikið fram eftir degi (12-15°C frost) og ísinn óheyrilega harður en mýktist aðeins þegar leið á daginn og hitaskilin nálguðust landið.

  Lentum náttúrulega í að villast á slóðanum niðureftir og fórum örugglega 5 sinnum af leið en höfðum okkur þó niður að lokum.

  Þrír voru með stórar myndavélar í túrnum svo það ættu að detta inn myndir af Dalnum á næstu dögum…

  Siggi með kaldofa á hægri stórutá… :)

  #53278
  0506824479
  Member

  Ég og Arnar Fel kíktum í spora á sunnudaginn.
  Aðstæður voru svona frekar mjög blautar, hef sjaldan séð jafn þykka klakabrynju á línunni minni.
  Annars er alveg bunki af ís þarna innfrá og fullt af línum í aðstæðum.

  Fæorum svo í góðan bíltúr um suðurlands undirlendið eftir prílið, norðurhlíðin á Heklu leit út fyrir að vera í fínum skíðaaðstæðum.

  Doddi

  P.S. það tapaðist skrúfa frá okkur í spora , BD express, ef einhver á leið þarna framhjá þá er viðkomandi vinsamlegast beðin um að kippa henni með sér íbæinn.

  #53279
  Sissi
  Moderator

  Spurning um að fara að skella sér í Kjósina, mig vantar twista og skrúfur

  #53280
  Skabbi
  Participant

  Oh Doddi, þú ert nú meiri jólasveinninn. Akkuru sóttiru ekki skrímerinn minn? Sénsinn að ég skili þessari skrúfu…

  Skabbi

  #53281
  0506824479
  Member

  Sorry, þegar við vorum komir upp var línan orðin það ísuð að það var ekki séns að klifra neitt meira þann daginn þeim línum, þannig að við löbbuðum bara niður ;)

  Doddi

  #53282
  Siggi Tommi
  Participant

  Gummi stóri tók eitthvað af myndum í Eilífsdalnum.

  Vona að hann sé sáttur við að ég sendi linkana frá honum hér inn.
  http://www.internet.is/gummistori/ST2.jpg
  http://www.internet.is/gummistori/ST3.jpg

  Báðar eru myndirnar teknar í mið-Tjaldsúlunni.
  Hægri Súlan var enn feitari.

  Auglýsi eftir myndum frá Arnari og Marianne og svo fleirum frá Gumma.

  #53283
  2103844569
  Member

  Piccas from our climbing are here: http://picasaweb.google.com/der.steen/IceclimbingInIceland#
  can´t wait to go again :)
  Marianne

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.