Íbúðarauglýsing – hvað er í gangi

Home Forums Umræður Almennt Íbúðarauglýsing – hvað er í gangi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45611
    0309673729
    Participant

    Ég hef séð um Ísalpvefinn frá 1998. Fyrir nokkrum misserum gerði ég formlegan samning við stjórn klúbbsins um að fá að birta eina auglýsingu á síðu til að kosta áframhaldandi þróun á vefnum. Enda þótt vefurinn sé að mörgu leiti ágætur er fjölmargt sem mætti bæta. Til dæmis væri gaman að gera “mínar síður” mun þjálli og auðveldara í notkun til að stórauka notkun á þeim.

    Vandamálið er að engin fyrirtæki eða verslanir sem ég hef haft samband við, hafa sýnt nokkurn áhuga á að hjálpa til. Ég hef samt í hyggju að bæta vefinn, en það gerist talsvert hægar en annars væri raunin á.

    Til að nýta mér auglýsingasamninginn þá ákvað ég að birta þessa íbúðarauglýsingu. Og til að hafa svolítið gaman af þessu þá býð ég 50.000 kr sölulaun þeim sem vísar á kaupanda að íbúðinni. Skilmálarnir eru að gengið verði frá kaupsamningi fyrir lok mars og að kaupandinn segi mér hver hafi bent honum á auglýsinguna. – Það er hægt að kaupa fullt af fjalladóti fyrir 50.000!

    með kveðju
    Helgi Borg

    #50366
    Robbi
    Participant

    Þar sem ég veit lítið sem ekkert um vefrekstur, nema að það kostar að eiga svæði, hver er þá kostnaður við “áframhaldandi þróun vefsins” ?

    #50367
    Robbi
    Participant

    …og í hverju felst hann ?
    robbi

    #50368
    Sissi
    Moderator

    Ógeðslega miklum tíma í dót sem enginn sér. Vertu þægur, vanþakklátt starf að reka vefi fyrir félagasamtök ;)

    Siz

    #50369
    0203775509
    Member

    Gott og blessað að reyna að ná inn einhverjum pjéningum. Ég er þó hræddur um að það séu fleiri eins og ég sem þoli ekki auglýsingar á vefjum sem ég skoða oft á dag. Eflaust er ég því ekki einn um að útiloka þær jafnóðum og þær birtast með þartilgerðum <a href=”https://addons.mozilla.org/extensions/moreinfo.php?id=10&application=firefox”>græjum</a&gt;.

    #50370
    0703784699
    Member

    Nerds!!!!!

    Haldið ykkur frá lyklaborðunum….what the fuck is addons.mozilla…….einsog ein auglýsing kalli á einhverjar aðgerðir.

    Frábært að vefurinn batni við smá auglýsingaöflun,

    Fegin að vera ekki svona hálf down yfir þessu öllu saman enda tel ég nauðsynlegt að afla smá aukafjár f. vefinn, eða þróunar hans, það sést til dæmis í þróun ársritsins hvað fólk fær borgað f. það vanþakkláta starf að vinna f. félagasamtök…..með von um að vefurinn haldi áfram að dafna en kvoðni ekki niður líkt og ársritið.

    Gimp

    #50371
    1402734069
    Member

    Haldið aftur af ykkur.

    Þetta er akkúrat og því miður afskaplega léleg aulýsing!!! Getum ekki látið hvern sem er auglýsa á síðunni.

    Kv.
    Böbbi

    #50372
    2806763069
    Member

    Rólegur Böbbi. Samningar Helga við ÍSALP segja að hann má selja auglýsingar á vefinn. Ísalp eða nokkur annar en hann hefur því ekkert um það að segja hvað er auglýst. Á móti fáum við svo þennan fína vef sem verður að viðurkennast að er einn af burðarstólpunum í starfi klúbbsins. Ég held að kúbburinn komi bara helv. vel út úr þessu og sé ekki ástæðu til að vera með neinn æsing. Það koma hvort eð er allir á þetta festival!

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.