Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið?

Home Forums Umræður Almennt Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47534
    andrisv
    Participant

    Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvernig í ósköpun er best að komast í útivistarsamfélagið ef maður hefur ekki tíma fyrir björgunarsveit?

    Sjálfur hef ég mikinn áhuga á útivist og vil gjarnan vera meira í því en hef ekki haft tækifæri á að komast í tæri við þann félagsskap til að geta sinnt þessu. Því eins og þið vitið þá getur maður ekki farið bara einn út með bakpokann og byrjað að klífa fjöll og öðlast þá færni sem til þarf án leiðsagnar.
    Því miður er vinahópur minn ekki á sömu bylgjulengd og ég hvað varðar útivist og þeim nægir boltinn og einn kaldur. Ég er þó lítið fyrir þann pakkann.
    Ég ætla mér að fara á vetrarfjallamennskunámskeið nú í febrúar hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og er það kannski ágætis staður að byrja á. Þó er ég lítið fyrir skipulagðar guide ferðir og vill getað öðlast færni og þekkingu til að fara á eigin vegum með réttum félagsskap.
    En mig langaði að velta þessari umræðu upp þar sem að ég þykist vita það að ég er alls ekki sá eini þarna úti sem veit ekki hvernig eigi að snúa sér í þessu.
    Ef þið eruð með einhverjar töfralausnir þá megið þið endilega deila þeim með mér.

    #56238
    1811843029
    Member

    Sæll

    Ísalp er góður vettvangur fyrir þá sem vilja komast inn í sportið. Það er góð byrjun að fara á fjallamennskunámskeið sem Ísalp og fjallaleiðsögumenn halda í sameiningu. Þar kynnistu sportinu og færð nauðsynlega grunnþekkingu. Þegar þessi grunnþekking er til staðar er bara að pota sér í ferðir með reyndari Ísölpurum. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum ferðum og viðburðum eins og ísfestivali þar sem nýliðar fá frábært tækifæri til að kynnast öðrum. Eins er gott að fylgjast með isalp.is og ekki vera feiminn við að vera í sambandi þegar menn eru að tala um að fara á fjöll.

    Semsagt, ganga í klúbbinn, fara á námskeið og mæta svo á viðburði og kynnast öðrum með sama áhugamál.

    Sjáumst

    #56239
    Björk
    Participant

    hæhæ
    Töfralausnin er allavega ekki sú að fylgjast bara með heimasíðunni og bíða eftir því að vera boðið með!

    Ísalp stendur alltaf fyrir viðburðum eins og jólaklifri (sem er einnig kjörinn vetvangur fyrir nýliða að mæta á), myndasýningar, aðalfundur, vídjókvöld, umræðukvöldum og stundum eru líka partý.

    Því miður hefur ekkert verið um snjóalög á suðurlandinu og því lítið verið um skíðaferðir. En bendi samt á Telemarkfestivalið sem er komið á dagskránna.
    Þeir sem eru hvað virkastir undir merkjum Ísalp eru lítið í þessum hefðbundnu vetrargöngum.

    Ég segi allavega það virkar langbest að mæta á auglýsta viðburði og kynnast fólkinu þannig. Ef þú hefur gaman af klettaklifri þá er það líka Klifurhúsið og drífa sig í Valshamar og á Hnappavelli þegar tekur að vora.

    velkominn í klúbbinn.

    kv. Björk

    #56240
    andrisv
    Participant

    Takk kærlega fyrir gagnleg svör.

    Þá þarf maður bara að fara að vera ófeiminn og vera duglegur að pota sér inn og vera virkur hér á netinu hjá ykkur.

    Takk.

    #56241
    0111823999
    Member

    Þú átt pottþétt eftir að kynnast einhverjum skemmtilegum á ísklifurnámskeiðinu og þá ertu komin með félaga til að mæta með á viðburði, sem aftur vindur upp á sig og þú kynnist ÍSALP-félögum :).. (Ég er ekki frá því að allir í Ísalp séu bara stórskemmtilegir og til í að kynnast nýju fólki, svo ekki vera feiminn!)

    En annars til hamingju með að vera kominn á Facebook ÍSALP! Núna vantar bara ‘like-hnappinn góða’

    Helga María

    #56242

    Minni á fyrirlesturinn hans Habeler í kvöld. Verður án efa flottur og þar ættir þú að hitta á slatta af fjallafólki.

    Ísalp komið á Facebook já en það breytir engu að það að umræður skulu fara fram hér en ekki þar. Þessi síða á FB er bara auglýsing og ekki ætluð fyrir umræður. Og hananú ;)

    Sjáumst í kvöld… nema Helga.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.