Hver er Dominique Guðmundsdóttir?

Home Forums Umræður Almennt Hver er Dominique Guðmundsdóttir?

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46162
  Sissi
  Moderator

  Var að blaða í einhverri gamalli klifurbók heima hjá Gulla í gær, meðan Skabbi sýndi ofurmannlega yfirburði sína í Guitar Hero (hef hann grunaðan um að sækja Gítarhetju bootcamp í Úkraínu þegar hann þykist fara til útlanda í klifurferðir og mastersnám).

  Rakst þar á myndina hér að neðan með eftirfarandi myndatexta: <em>”Icelandic hopeful Dominique Gudmundsdottir bouldering at Cabo San Lucas, South Baja, Mexico”</em>

  Þekkir einhver til þessarar íslensku snótar?

  Siz

  Myndin: http://farm3.static.flickr.com/2006/1499918311_5effa3a833.jpg

  #51726
  Sissi
  Moderator

  PS – til netnefndar: Plís plís plís leyfa lágmarks html, linka, strong og em og þannig, í innsláttarglugga, og síðan væri vel þegið að hafa rss feed fyrir þá sem lesa uppáhalds síðurnar sínar í gegnum lesara.

  Bæði einfalt (html-ið er væntanlega útilokað sérstaklega) en rosalega basic að hafa.

  Siz – netnörd

  #51727
  0808794749
  Member

  netnefnd er að fara yfir netmál og máttu vænta einhverra gleðilegra frétta af þeim á næstunni.

  #51728
  Öddi
  Participant

  Hún er fyrrverandi kona Udo Neumann ef þú veist hver hann er. Hún hefur búið í Þýskalandi lengi og klifrar ennþá eitthvað.
  Kv.Örn

  #51729
  1908803629
  Participant

  Alfræðiorðabókin Örnin klikkar ekki…

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.