Hrútsfjall

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hrútsfjall

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #47338

  Jæja

  Gerðu þið eitthvað skemmtilegt um páskana?

  Við vorum 3 sem að nýttum okkur veðurgluggann á laugardaginn og skelltum okkur á Hrútfjallstinda. Ferðafélagarnir voru þeir Helgi Egils, djassgúru og Robin hinn Norski. Leiðin sem við fórum er hryggur sem liggur frá Svínafellsjökli og endar á Vesturtindi. Leiðin gefur klassísku leiðinni upp Suðurhlíðina ekkert eftir í gæðum. Við völdum okkur þægilegustu leiðina upp hrygginn því að við vorum í kapphlaupi við veðrið. Ferðin upp á topp tók um 8 og hálfan tíma frá bílastæðinu við Svínafellsjökul. Niðurleiðin tókum 3 tíma.

  Myndir inni á agust.smugmug.com

  Kv. Ági [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P4230145.JPG[/img]

  #56627
  Sissi
  Moderator

  Glæsilegt, verður gaman að sjá myndir af þessu. Freysi og Hemmi fóru eitthvað svipað hérna um árið. Helvíti hafið þið verið röskir samt!

  #56628
  2806763069
  Member

  Snöggir – já það er það sem við gerum ráð fyrir þegar ÍFLM gædar eru annars vegar!

  Annars duglegir strákar!

  #56631
  Bergur Einarsson
  Participant

  Við bröltum tveir, ég og Jósef, upp NNV hrygginn á Lambatind á Ströndum nú um páskana. Skemtileg leið á flott fjall. Mjög svipaður fílingur og NA hryggurinn á Skessuhornið.

  400-450 hæðarmetrar af 2. gráðu snjó og íshöftum, léttu klettabrölti og snjósyllum. Allt klifrað á hlaupandi tryggingum.

  Ari Trausti minnist á bók sinni 151 tindur að a.m.k. tvær ís/snjólænur hafi verið farnar á Tindindinn en það væri gaman að vita hvaða leiðir menn hafa verið að fara þarna. Flott fjall og fjöldinn allur af möguleikum á skemtilegum leiðum. Sama má líka eiginlega segja um öll hin fjöllin þarna í kring.

  Myndir komast vonandi á netið við tækifæri.

  Kveðja,

  Bergur

  #56633
  Gummi St
  Participant

  Gaman að heyra af þessu Bergur, ég hef lengi ætlað að fara þarna upp einhverja lænuna á Lambatind, hlakka til að sjá myndir og ekki væri verra ef þið eigið “yfirlits” mynd sem sýnir leiðina.

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.