Hekla

Home Forums Umræður Skíði og bretti Hekla

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45958
    Stefán Örn
    Participant

    Skrapp ásamt Helga Maximus í verkalýðskíðaferð á Heklu 1. maí.

    Keyrðum upp frá Næfurholti og áleiðis að Litlu-Heklu. Ágætis færð og hvergi skaflar á leiðinni.

    Náðum fínustu bunu langleiðina niður í bíl þrátt fyrir dapurt skyggni efst uppi.

    Snjór var alveg þokkalegur en í minni kantinum m.v. árstíma. Ætti samt að vera nægur til að tryggja fyrirtaksbunu um helgina.

    kv.
    Steppo

    #51456
    1108803169
    Member

    Líst vel á þessa ferð.

    Hvar verður farið á Hekluna og hvernig verður farið þangað. Er einhver sem leiðir hópinn??

    Kveðja Nils.

    #51457
    Smári
    Participant

    Þetta verður fyrirtaks ferð á laugardaginn, veðurspáin er góð fyrir laugardaginn (tökum hana náttúrlega með fyrirvara). Ekki slæmt að taka toppatúr á Heklu, heim að kjósa og svo beint í Eurovision partýið. Þetta verður gaman.

    Ég er sá eini úr stjórn sem sé mér fært að fara í þessa ferð og telst því kanski umsjónarmaður hennar. Ég hef hins vegar ekki gengið á skíðum á Heklu fyrr þannig að ætli sé ekki bara best að við sem förum leiðumst öll…:)

    hlakka til
    Smári

    #51458
    Anonymous
    Inactive

    Ég verð á leiðinni upp á Vatnajökul í 5-6 daga skíðatúr milli toppa á laugardag svo ég er illa fjarri góðu gamni.
    Olli

    #51459
    3007524389
    Member

    Ætla menn að fara frá Næfurholti/Litlu Heklu á laugardaginn?

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.