Harðir krakkar með hausinn í lagi!!

Home Forums Umræður Almennt Harðir krakkar með hausinn í lagi!!

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45189
  Freyr Ingi
  Participant

  Mér voru að berast þær upplýsingar að aðeins 2 hafi skráð sig á snjóflóðanámskeiðið sem hefst í kvöld.. hendi því þessum texta hérna í þeirri von að menn vakni upp og pæli í þessum landsins forna fjanda.

  SNJÓFlÓÐANÁMSKEIÐ
  Á námskeiðinu er ætlað að kynna snjóflóð og viðbrögð og varnir við þeim fyrir fjallamenn sem stunda vetrarferðamennsku, skíðafólki, brettafólki og göngufólki. Í námskeiðslok eiga þátttakendur að geta ferðast af öryggi í fjalllendi að vetri til.
  Námskeiðið er eitt kvöld og laugardagur.

  Á miðvikudagskvöldinu verður farið í veðurfræði og snjóflóðahættu. Hvernig má meta slíkt og hvað er hægt að hafa til viðmiðunar? Hvernig á að bregðast við snjóflóðum? Helstu tæki kynnt til sögunnar, ýlar og stangir.
  Laugardeginum (2. febrúar) verður eytt úti í vettvangskennslu. Farið er á gott snjóasvæði og þátttakendur fá að prófa aðferðir við að meta snjóflóðahættu, skófluprófið. Þá verður farið vel í notkun snjóflóðaýla og stanga.

  &

  SVEINBORGARPISTILL
  Leiktækifæri og kannski nokkrar hættur…
  Nú snjóar og snjóar (minnsta kosti sunnan heiða) og margir fjallamenn nýta sér frábærar aðstæður til rennslis innan og utan brautar. Á meðan láta klifrarar snjóinn lítið aftra sér frá því að komast að bestu ísleiðunum.
  Þó gleðin sé mikil þá leynast hættur í öllum þessum snjó. Jú einmitt, snjóflóð!
  Kæri félagi. Tekur þú alltaf með þér ýli, skóflu og snjóflóðastöng þegar þú ferð út að leika? Kanntu að nota þessi tól? Fylgist þú grannt með veðri og veðurspá? Spáir þú í leiðavali? Hefurðu aflað þér þekkingar um snjóflóð með því að fara á námskeið og lesa þér til um snjóflóð.

  Kannski er kominn tími til að fræðast frekar um snjóflóð og mat á snjóflóðahættu? Fjallamaðurinn og snjóflóðasérfræðingurinn Leifur Örn Svavarsson mun kenna á snjóflóðanámskeiði sem hefst þann 30. janúar.
  Þetta segir í námskeiðslýsingunni: ,,Námskeiðinu er ætlað að kynna snjóflóð og viðbrögð og varnir við þeim fyrir útivistarfólki sem stundar vetrarferðamennsku, skíðafólki, brettafólki og göngufólki. Í námskeiðslok eiga þátttakendur að geta ferðast af öryggi í fjalllendi að vetri til.“
  Nánari upplýsingar um verð og skráningu getið þið fundið í námskeiðsdálkinum á þessari heimasíðu.

  Einnig er vert að benda á svokallað Level 1 snjóflóðanámskeið sem haldið er á vegum Björgunarskóla Landsbjargar í byrjun mars. Þetta námskeið er af kanadískri fyrirmynd og stendur í 6 daga! Námskeiðið er opið öllum en þó langt í frá ókeypis fyrir fólk utan björgunarsveita. Kostar aðeins 150 þúsund krónur.

  #52321
  0808794749
  Member

  Námskeiðið byrjar reyndar ekki fyrr en á morgun.

  Betri snjóflóðakennari en Leifur Örn finnst varla!

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.