Hakkarar hrella

Home Forums Umræður Almennt Hakkarar hrella

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46417
    0309673729
    Participant

    Það eru tölvuþrjótar sem undanfarið hafa hrellt notendur isalp.is. Þeim hefur tekist að hakka sig inn á hýsingarvélina og breytt kóða forsíðunnar þannig að hún hefur orðið óvirk.

    Ég hef nú skipt út lykilorðum og yfirfarið notendaaðganga. Það er þó ómögulegt að vita hvort það sé nóg. Þeir gætu verið að fara í gegnum holur hjá hýsingarfyrirtækinu. Sjáum hvað setur.

    kveðja
    Helgi Borg

    #50934
    2502614709
    Participant

    Baráttukveðjur Helgi – þetta er stórfurðulegt – og maður spyr hver gæti haft eitthvað á móti friðsömum fjallamönnum? Þetta gætu að vísu verið Hafnfirðingar að berjast gegn Ísal enda hváir fólk oft þegar maður segir Ísalp. Þetta gætu einnig verið s.k. klifurrottur sem klifra aðeins í klettum eða í 20 stiga hita innhúss en þeir eru flestir í dvala núna. Ég hallast helst að því að þetta séu íslenskufræðingar hjá Íslenskri málstöð að berjast
    gegn framþróun íslenskrar tungu. Ég tek sem dæmi þetta sem birtist hér í vikunni og er sannarlega gott dæmi um hugmyndaauðgi okkar manna og sýnir að Ísalparar eru í ekki bara í framvarðarsveit fjallamanna heldur einnig í nútíma málnotkun. Lifið heil og góða klifurhelgi.

    Jeee
    Setti mig í samband við það krú og er fída þau á infói.
    Er einhver annar í sama keisi eða?
    Ýkt nettir krakkar maður
    písát!

    FRESH

    #50935
    Gummi St
    Participant

    Ef þú finnur út hverjir þetta eru skaltu bara benda mér á þá, ég skal sjá til þess að þeir geri þetta aldrei aftur !

    kv. Gummi St.
    – á leið í Haukadal um helgina

    #50936
    2806763069
    Member

    Ingvar kom þarna með einn af betri bröndurunum sem ég hef heyrt lengi.

    Annars nægur ís í Glymsgili. Sá reyndar aðeins fremsta hlutann. Námskeiði Ísalp og ÍFLM lokið með 7 nemendum og tveimur leiðbeinendum. Fór vel fram og fæstir voru mjög blóðugir í lokinn.

    Ólalaustu ungstirnin og fréttagellann fóru eitthvað lengra inn í gilið og eru þar enn eftir því sem ég best veit. Sá eini þeirra sem sneri aftur vildi meina að það væri eitthvað lítill ís austan megin í gilinu (einmitt þeim megin sem þau voru að klifra)(reyndar sá sami og átti hérna bling, bling, sing, sing, textann að ofan).

    Þvílíkur m.f. vetur!

    #50937
    2908805139
    Member

    Fullt af ís austan megin – og alls staðar. Hrein fullnæging að koma innst inn í gil. Hef aldrei séð jafnmikinn ís á einum stað.

    Hvalsleiðirnar ná ekki niður að á en ána er hægt að stikla og hoppa yfir dýpstu hylina, – eða ekki… (spyrjið bling bling sing sing, hann segir ykkur örugglega frá því)

    Sigum niður úr Ísalp-leiðinni (sem er óvenju rislítið nafn og ekki í samræmi við þemað i gilinu) eftir hálfa þriðju spönn þegar í ljós kom að hún endaði upp úr þurru í miðri hlíð.

    kv. Fréttakonan

    og kíp it ríl frá Fresh

    #50938
    Sissi
    Moderator

    Word to tha mutha Dæs!

    (“Kveðja til móður þinnar Herdís mín” svona fyrir lille ven)

    Sizmeister

    #50939
    Anonymous
    Inactive

    Já finnst ykkur þetta frekar rislítið nafn!!? Má vera að svo sé en nafnið fékk þessi leið þegar undirritaður var í forsvari fyrir saklausri ísklifurferð á vegum Ísalp og dró á eftir sér reynda og óreynda ísalp klifrara í fyrstu (og sennilega einu) uppferð. Þegar klifrarar voru komnir tæplega hálfa leið upp gerði algerlega dýrvitlaust veður(whiteout) og snjór hrundi í stórum stíl niður á klifrarana. Upp komust þrír en tveir sigu niður úr leiðinni minnir mig. Þegar upp úr leiðinni var komið þurftum við að hliðra um 150 metra á syllu fyrir ofan leiðina til að komast út úr leiðinni þar sem hún endar(fyrir þá daga sem menn bara sigu til baka í V-þræðingu). Þegar við komumst í bæinn var búið að kalla út björgunarsveitir og verið að aðstoða fólk í vandræðum vegna veðurhamsins. Þar sem þetta var saklaus Ísalp ferð var ákveðið að kalla þetta Ísalp leiðina. Svo mörg voru þau orð.
    Ath! Það er vel hugsanlegt að þið hafið hætt á sama stað og við en eftir var ein spönn af berum klettum þar sem aldrei festir á ís.

    Klifurkveðjur Olli

    #50940
    2401754289
    Member

    Gerðist svona mikið í Haukadal um helgina að það tekur tíma að skrifa? eða gerðist ekkert??? Koma með fréttir!

    #50941
    Gummi St
    Participant

    jú við fórum þangað og það voru frekar hremmilegar aðstæður í Skálagili.

    Trommarinn var alltof kertaður (fraus í regnhlífar og risakerti sem löfðu framaf þeim), enda slasaði ég mig pínulítið á ökkla við að síga þar niður, fórum bara í auðvelda leið þar sem ég var enn að jafna mig aðeins eftir smávægilega tognun í kvið eftir fall í glymsgili, og vildi ekki leiða neina alvöru leið strax. Adda leist ekki á aðra leið til að leiða en Auma fingur sem var nú samt bara alveg nokkuð skemmtileg þó hún sé alls ekki erfið.

    Ég gat ekki fundið sigboltana sem eiga að vera þarna, enda skráðir fyrir um 9 árum síðan, eru kannski bara ryðgaðir burt ?

    maður þyrfti kannski bara að fjárfesta í batterýs SDS vél til að koma fyrir sigakkerum á algengum leiðum ?

    kveðja,
    Gummi St.

    #50942
    AB
    Participant

    Mundu bara að boltar, bæði sem milli- , megin- og sigtryggingar eiga ekki heima á öllum stöðum. Yfirleitt er ekkert mál að síga úr leiðum án bolta og það er nauðsynlegt að kunna og geta ,,beilað” án þess að treysta á borvél í bakpokanum.

    Keyptu þér frekar fleiri skrúfur, hnetur, vini o.s.frv.!

    Kveðja,
    AB

    #50943
    Gummi St
    Participant

    hehehe

    já, það var nú ekki alveg þannig sem ég hafði hugsað mér þetta, heldur kannski að koma fyrir sigboltum á ákveðnum fjölförnum stöðum… ég er alls ekki að tala um að borvélin væri staðal-klifurbúnaður hjá mér, það væri bara svona ef maður væri búinn að finna hentuga staði f. bolta þá myndi maður kannski skreppa með vélina einhvern daginn… t.d. í einhverjum leiðum í múlanum þar sem eru sjálfsagt frekar mörg gömul prússik bönd liggjandi undir ísnum…

    en þetta voru nú bara svona vangaveltur hjá mér

    heyrumst !

    kv. Gummi St.

    #50944
    Anonymous
    Inactive

    Umtalaðir boltar eru þarna það er nokkuð öruggt. Maður fer þarna fram á tangann og klifar niður(hoppar niður) smá haft sennilega 1,5-2 metra. Boltarnir eru undir veggnum þar. Þeir eru sem sagt ekki alveg uppi á nefinu.
    kveðja Olli

    #50945
    Gummi St
    Participant

    Ok… vildi heldur ekki fara mér á voða við leitina af þeim, kíki betur á þetta næst

    kv. Gummi St.

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.