Góður skáli á Norðurlandi

Home Forums Umræður Almennt Góður skáli á Norðurlandi

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45089
  2002773689
  Member

  Sælir félagar.

  Mig langar til að benda ykkur á hið unaðslega húsnæði Möðruvelli sem er staðsett í Skíðadal (inn af Svarfaðardal). Þetta er eins konar skáli með gistirými fyrir yfir 10 manns og með allskonar huggulegheitum, kyndingu, sturtu, sjónvarpi, borðbúnaði og öllu því sem fjallafólki getur dreymt um. Leigugjaldið er aðeins 5000 kr fyrir nóttina og því afar hagstætt hópum. Bakvið húsið eru svo hamrar með heiðbláum ís þessa dagana, brekkur þar sem hægt er að svífa niður í púðri og almennt eru bara frábærar fjallaaðstæður þarna í kring. Auk þess er stutt í helstu skíðasvæði við Eyjafjörð.

  Nánari upplýsingar má finna á: http://asp.internet.is/daeli/ eða hringja í s. 466-1658

  Kveðja, Helga Björt

  #50763
  Jón Haukur
  Participant

  Snilldarhús…

  Við vorum þarna um síðustu páska í góðu yfirlæti

  jh

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.