Góða veðrið í dag

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Góða veðrið í dag

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #47413
  gulli
  Participant

  Skelltum okkur á Kistufell í dag, ég, Sissi og Skabbi. Hef aldrei gert þetta áður og fannst þetta bara assgoti gaman. Vonandi fóru fleiri og léku sér í blíðunni.

  Nokkrar myndir og “ferðasaga” hér:

  http://gulli.smugmug.com/2011/Kistufell/20295850_CKhJfC#1604728104_VVh2Vfd

  [attachment=330]kallarnir.jpg[/attachment]

  #57071
  Gummi St
  Participant

  Flott hjá ykkur og gaman hvað myndirnar koma vel út í svona low-angle sól!

  Við ætluðum að skokka uppá Botnsúlur í dag en hættum við þar sem þokan var helvíti þétt, tókum bara góða æfingu hér í Reykjavík þess í stað.
  Það hvarflaði reyndar að okkur að fara á Kistufellið, enda búið að vera á stefnuskránni lengi.

  #57072
  Sissi
  Moderator

  Já, eins og Gulli segir þá var þetta hreint út sagt alveg æðislegur dagur. Þessi hryggur er alveg stórskemmtilegur og er búinn að vera á listanum lengi. Við Skabbi fórum Kistufellshornið um árið (gilið) en mér finnst þessi nú skemmtilegri.

  Tók nokkrar myndir líka

  [attachment=331]kallarnir2.JPG[/attachment]

  #57074
  Skabbi
  Participant

  Takk fyrir daginn drengir og myndirnar!

  Það var hreint magnað hvað hafði snjóað á skömmum tíma, við óðum snjó upp að hnjám lengi vel. Ef e-ð bætir í verður Esjan fljótlega vel skíðafær.

  Allez!

  Skabbi

  #57083
  0909862369
  Member

  Fór ásamt fríðu föruneyti af svæði 3 í “alpaferð” langleiðina upp Gígjökulinn og niður aftur og náðum við að hitta á að fara úr bíl í bíl í björtu.

  Vitið þið um marga sem hafa brölt upp allan jökulinn eftir gos?

  #57081
  0412805069
  Member
  Sævar Logi Ólafsson wrote:
  Fór ásamt fríðu föruneyti af svæði 3 í “alpaferð” langleiðina upp Gígjökulinn og niður aftur og náðum við að hitta á að fara úr bíl í bíl í björtu.

  Vitið þið um marga sem hafa brölt upp allan jökulinn eftir gos?

  Ertu með einhverja frekari leiðarlýsingu, myndir og jafnvel GPs trakk?

  kv.

  BO

  #57093
  Robbi
  Participant

  Djöfulsins snilld !

  Ég keyri reglulega þarna inneftir og er búinn að horfa á jökulinn frá gosi og alltaf langað að skella mér þarna upp. Eru þið með einhverja myndasíðu til að skoða?

  Gaman að sjá að það eru ekki allir bara að selja dótið sitt…það eru einhverjir að nota það líka

  Tveir þumlar fyrir þessu !

  Robbi

  #57098
  0909862369
  Member

  Robbi, hérna eru nokkrar myndir af Gígjöklinum, hvorki margar né frábærar, en við skulum taka viljann fyrir verkið :)

  https://picasaweb.google.com/slo.lighting/Gigjokull27Nov2011

  #57099
  0412805069
  Member
  Sævar Logi Ólafsson wrote:
  Robbi, hérna eru nokkrar myndir af Gígjöklinum, hvorki margar né frábærar, en við skulum taka viljann fyrir verkið :)

  https://picasaweb.google.com/slo.lighting/Gigjokull27Nov2011

  Hversu hátt fóruð þið? Hæðarlína, kennileiti?

  #57101
  0909862369
  Member

  Fórum ekki nema í einhverja tæpa 600m, en það virkaði mun strembnara á sunnudaginn, heldur en núna þegar maður skoðar þetta svona á tölvunni, en hérna er mynd af trackinu og hæðarferlinum.

  #57102

  Sammála Sævari. Þetta virkar ekki mjög erfitt svona á mynd og í raun heldur ekki þegar maður kemur að jöklinum. En hann kom á óvart. Hefði verið til í að fara lengra ef um Laugardag hefði verið að ræða og tjald með í för en ekki bara bívac :-)

  #57103
  0412805069
  Member

  [attachment=342]IMG_3016Large.JPG[/attachment]
  Ágúst 2011

  Sævar Logi Ólafsson wrote:
  Fórum ekki nema í einhverja tæpa 600m, en það virkaði mun strembnara á sunnudaginn, heldur en núna þegar maður skoðar þetta svona á tölvunni, en hérna er mynd af trackinu og hæðarferlinum.

  Takk fyrir þetta. Ég var spenntur að sjá hversu hátt þið fóruð þar sem þú nefndir að þið hefðuð farið “langleiðina” upp Gígjökul. Þið hafið sem sagt rétt farið um 20-25% skv trakkinu. Annars flott og það verður að gaman að sjá þegar einhver heldur áfram með þetta verkefni.+

  [attachment=343]IMG_3309Large.JPG[/attachment]
  Ágúst 2011

  Jökullinn er sprunginn í drasl þarna, svo það er úm að gera að nýta tímann rétt eftir massífa snjókomu (en þá leynast hætturnar betur.)

  [attachment=344]2010-04-21BO49Large.jpg[/attachment]
  Apríl 2010

  Tveir þumlar upp ;)

  #57104
  0909862369
  Member

  Langleiðin hljómaði bara svo miklu flottara :)
  Aldrei láta góða sögu gjalda sannleikans, var það ekki eitthvað máltæki?

  #57106
  Steinar Sig.
  Member

  Fór um það bil þessa sömu “langleið” upp jökulinn rétt fyrir gos. Skemmtilegt bröllt, sambland af jöklaplampi og ágætu ísklifri. Jökullinn virðist ótrúlega lítið breyttur síðan þá, amk í þessari hæð. Það er samt full ástæða til þess að hafa auga með því sem er fyrir ofan mann. Virkilega stór stykki sem geta farið af stað þarna. Hér eru myndir síðan þá: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157622866298077/detail/

Viewing 14 posts - 1 through 14 (of 14 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.