Fall í Grafarfossi

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Fall í Grafarfossi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47494
    0502833219
    Member

    Fall í Grafarfossi

    Við Jón Yngvi og Ívar fórum í Grafarfossinn í gær, ætluðum að taka létt klifur. Fyrstu tvær spannirnar vorum við Jón Yngvi að klifra sem við værum guide og kúnni og Ívar sólóaði allt í kringum okkur að taka myndir sem auglýsing fyrir Fjalló (Íslenska fjallaleiðsögumenn).

    Í öðrum stansi vildi Ívar gera eitthvað skemmtilegt, sá þar kerti sem náði ekki alveg saman. Hann klifraði upp að því, skoðaði sprunguna fyrir neðan kertið og ákvað að síga niður til að ná í frendana (vini). Gerði það og kom aftur upp. Svo var byrjað að klifra. Hann setti inn þrjár skrúfur og einn vin, var kominn neðst inná kertið þegar hann hætti við kom niður. Hann vildi meina að þetta væri vel gerlegt prófaði aftur en hætti við á sama stað og var nú ekki alveg sáttur við að hafa hætt við.
    Þá var röðin kominn að mér því Jóni leist ekkert á þetta. Ég klifraði sömu leið og Ívar, upp að kertinu. Náði að klemma löppunum utan um lítinn ísdrjóla og kom mér hærra upp, var kominn með lappirnar í ís en var með þær undir mér (eins og banani). Þá vantaði eina heyfingu uppá að ég kæmist með lappirnar í góðan og þægilegan ís en tók of hátt á öxinni (hélt með báðum á annari öxinni) og hún poppaði út og ég féll u.þ.b. 7m. og ca.1,5m niður fyrir megintryggingu í 10cm, skrúfu með screemer og vininn, líka með screemer. Mest allt fallið fór í skrúfuna enda var hún hærra en vinurinn, það rifnaði aðeins úr screemernum ca 1cm. Ég fékk smá högg á hnéð og bólgu í kaupbæti. Í fallinu hélt ég öxinni en hin varð eftir uppi. Eftir smá hvíld var hjartslátturinn farinn að róast og þá var ekkert annað í stöðunni en að klifra aftur upp, þó ekki nema til að ná í öxina. Ég náði því og setti inn skrúfu þar sem hún var, klifraði örlítið hærra í mun betri ís og setti inn aðra skrúfu og seig niður. Jóni leist ennþá ekkert á þetta, Ívar lagði þá af stað og klifraði þetta upp í toprope og kláraði síðan upp úr leiðinni, sem var alls ekkert auðvelt 90° pumpandi klifur. Kláruðum allir upp, mjög fengir því að þetta var búið.

    Siggi með bólgið hné
    http://picasaweb.google.com/prentdrekinn/Grafarfoss#

    #56171
    0111823999
    Member

    usss heppni í óheppni þarna! Gott að heyra að þú ert ok og ég vona að bólgan jafni sig áður en þú giftir þig ;)
    Note to self : bannað að detta í leiðslu

    #56173
    Freyr Ingi
    Participant

    Hvað er Ívar að ana ykkur útí eiginlega?

    Gott að heyra að ekki fór verr.

    Er það samt rétt skilið að þú hafir dottið í 10cm ísskrúfustubb?
    Vel gert hjá þeim stutta!

    Og… hvar er þetta kerti eiginlega miðað við Orginalinn?

    Kv,

    Freysi

    #56174
    0502833219
    Member

    Já ég datt í 10cm stubb með screemer það rifnaði aðeins úr honum ca.1cm

    ég er að bíða eftir mynd frá Ívari, þá get ég sýnt það nákvæmlega hvar þetta er.

    Siggi

    #56177
    2806763069
    Member

    Cotton is not the stuff legends are made from!

    Legends are made of Titanium ;-)

    #56178
    1506774169
    Member

    Maður spyr nú bara: hver þarf óvini…. :

    #56179
    Páll Sveinsson
    Participant

    Grafarfoss lengi lifi.

    Ánægður með ykkur snillingar.

    kv
    Palli

    #56180
    0502833219
    Member
    #56203
    Sissi
    Moderator

    Svona fyrst það er þráður hérna um fall, ætlar enginn að commenta á fall í Orion?

    #56205
    Skabbi
    Participant

    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

    Quote:
    Svona fyrst það er þráður hérna um fall, ætlar enginn að commenta á fall í Orion?

    Þú segir fréttir, hvaða fall í Orion áttu við?

    Skabbi

    #56207
    0703784699
    Member

    Ég hafði fregnir af tveimur sem fóru Orion í gær en ekki heyrt neitt af falli?

    #56208
    gulli
    Participant

    Já Sissi, þetta er mjög spennandi. Þú verður að leysa frá skjóðunni. Hefur nú ekki verið vandamál hingað til!

    #56216
    Páll Sveinsson
    Participant
Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.