Ert þú næsta Stella í framboði?

Home Forums Umræður Almennt Ert þú næsta Stella í framboði?

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46372
  1704704009
  Member

  Ágætu félagar.

  Fyrir hönd uppstillinganefndar er nú minnt á að aðalfundur Ísalp er eftir 24 daga og ekki seinna vænna en að minna áhugasama félaga sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn klúbbsins um að láta vaða.

  Það er nefnilega gaman að vera í stjórn Ísalps.

  Ýmist má senda erindi hér á umræðusíðurnar eða póst til happors@gmail.com.

  Í þessari uppstillinganefnd er undirritaður ásamt Stefáni P. Magnússyni og Ágústi Þór Gunnlaugssyni.

  Tekist hefur að tryggja framboð í öll stjórnarsæti nema tvö.

  Að lokum skýt ég að þeirri hugmynd að þeir/þær sem þegar hafa ákveðið að bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu, ríði nú á vaðið og geri framboð sitt heyrinkunnugt á umræðusíðunum. Til að skapa stemmningu í aðdraganda aðalfundar.

  Með alúðarkveðjum.

  #53534
  Páll Sveinsson
  Participant

  Gaman að þú skulir mynnast á framboð.

  Reglum um framboð var breytt verulega á síðasta ári.
  Gott væri að nýu lögin væru auglýst eða byrt á vef ÍSALP eins og stjórn lofaði á þessum “margmenna” fundi þar sem þau voru samþykkt.

  kv.
  Palli

  #53535
  Björk
  Participant

  sæl

  búið að er að setja lögin í frétt og jafnframt eru þau komin á sinn stað hér á síðunni, undir um Ísalp hér niðri. Hvet alla til að lesa þau og kynna sér reglur um framboð, lagabreytingar og aðalfund.

  Lögin voru líka auglýst vel fyrir aðalfundinn með greinargóðum skýringum á þeim breytingum sem áttu sér stað.

  #53536
  Freyr Ingi
  Participant

  Það eru liðin tvö ár síðan ég var körinn formaður Íslenska alpaklúbbsins og því þarf að kjósa um það embætti á komandi aðalfundi.

  Ég hef fullan vilja til að starfa áfram fyrir ísalp og bíð mig þess vegna fram aftur til formanns.

  Bestu kveðjur og sjáumst sem flest á aðalfundi.

  Freyr Ingi

  #53537
  Skabbi
  Participant

  Ég hef verið í stjórn Ísalp undanfarin tvö ár sem ritari. Stjórnir síðustu tveggja ára hafa áorkað ýmislegt gott en mörg verkefni bíða óleyst. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í eitt ár í viðbót á komandi aðalfundi.

  Sjáumst þá.

  Allez!

  Skabbi

  #53538

  Kæru kammeratar. Ég hef ekki gerst svo frægur að sitja í stjórn Ísalp en ef ykkur hugnast svo þá breytist það á næsta aðalfundi. Ég hef nefnilega ákveðið að bjóða mig fram.

  Þar sem maður er nú á leiðinni heim og stefnan tekin á að vera helaktífur í ferða- og fjallabransanum, þá finnst mér tilvalið að skella mér í stjórn og hafa þá eitthvað að segja um það hvernig málin þróast hjá Ísalp.

  Fyrir þá sem mig ekki þekkja þá hef ég verið meðlimur í Ísalp um nokkurt skeið, haft kletta- og ísklifur sem aðaláhugamál undanfarin ár og er harðkjarna náttúrusinni.

  Fjallamennskuáhuginn er ekki að gera neitt nema ágerast svo það er um að gera að nýta hann og alla umframorkuna í að vinna að framgangi fjallamennskunnar á sem flestum sviðum.

  C’yah!

  – bh

  #53539
  0311783479
  Member

  Go Bjoggi !

  kv.
  Halli

  #53540
  Björk
  Participant

  ég var kosin til eins árs í fyrra og bíð mig aftur fram til stjórnarsetu á næsta aðalfundi.

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.