Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005

Home Forums Umræður Skíði og bretti Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45898
  0704685149
  Member

  Á föstudaginn hittast allir klukkan 21:00 á Mongo-Sportbar í Kaupangi, þar verða merkustu afrek síðustu móta krufin og mjöðurinn kneyfaður.

  Að þessu sinni verður laugardagsdagskrá Telemarkhelgarinnar haldin í Böggvisstaðafjalli á Dalvík. Þar verður keppt í samhliðasvigi og stökki, auk þess sem snjótroðari á vegum skíðasvæðisins mun draga keppendur upp um hóla og hæðir eftir því sem þurfa þykir. Skíðapassinn þennan dag verður á góðu verði eða á 800 krónur. Síðar um daginn verður haldið í sund á Þelamörk þar sem “rauðir” takast á við rest. Á eftir hressandi átökum í sundlauginni borða menn og mýs kvöldverð á vegum Greifans í húsnæði KEA, síðar færist sveiflan yfir á skemmtistaði bæjarins.

  Á sunnudag vakna allir ferskir og skella sér yfir Lágheiðina í sæluna á Siglufirði þar sem verður skíðað fram eftir degi.

  Föstudagur
  Kl.21:00 Mongo-Sportbar í Kaupangi

  Laugardagur
  Kl.11:00 Stökkkeppni
  Kl.14:00 Samhliðasvig
  Kl.17:00 Sund í Þelamörk
  Kl.20:00 Telemarkhóf á KEA

  Sunnudagur
  Kl.10:00 Telemarksveifla á Siglufirði

  Vippum okkur í sveiflu og mætum.
  Nefndin

  #49535
  2002773689
  Member

  Á Dalvík eru aðstæður þannig að frekar snjólétt er í fjallinu en þó alveg nóg til að renna sér án teljandi vandræða.
  Snjóalög í neðri lyftu eru ekki spennandi, ein eða tvær ræmur til að fara niður. Hins vegar eru aðstæður í efri lyftunni (þessari brattari) miklu betri, þar er enn fullt af snjó í brautinni og t.d. í gær var svona júní-slush. Ekkert grjót að þvælast fyrir eða neitt þannig.

  Nú, Nonni sem er aðalkarlinn þarna á Dalvík vill allt fyrir telemarkara gera og er til í að þjóðnýta troðarann eins og best hentar. Hann kom með tillögu um að draga okkur áleiðis að toppnum svo hægt væri að renna sér niður norðan megin, það ku vera nokkuð bratt. Eins nefndi hann að draga mannskapinn upp Reykjaheiðina, eða annað, bara eftir aðstæðum.
  Veðurstofan er enn að spá snjókomu, það þarf ekki mikið til að hægt sé að renna utanbrautar á Dalvík því fjallið þar er lyngi gróið og alls ekki grýtt.

  Heyrði í fólki frá Siglufirði í gær sem sagði að þar væru snjóalög svipuð og á Dalvík, neðsta lyfta snjólaus en uppi væri allt í lagi. Þar er víst meiri snjór utanbrautar en í Böggvisstaðafjalli. Siglufjörður og Dalvík eru s.s. í bestu aðstæðum allra skíðasvæða landsins núna.

  Geri ekki ráð fyrir neinni púðurskíðun um helgina, ekki frekar en á festivalinu í fyrra. Aðstæður eru ekki “góðar” en vel nýtanlegar og auðvitað hægt að skemmta sér vel á skíðum hér um helgina, hvet alla til að mæta.

  Sjáumst!!!

  #49536
  Goli
  Member

  Mig rámar í að einu sinni hafi svigkeppni verið á dagskrá (þar sem sumir ónefndir voru sakaðir um að taka ónóga dýfu….)

  Er svigið alveg dottið út? Bara samhliðasvig?

  #49537
  0801667969
  Member

  Helga Björt talar um nefnir þrjá staði fyrir norðan “í bestum aðstæðum allra skíðasvæða landsins”. Verð að fá að leiðrétta þig Helga. Ég og Hlynur nokkur Skagfjörð erum búnir að vera utan sem innan brautar hér í Bláfjallinu í dag við grisjun á Bambusskóginum sem hér er farinn að dafna. Tókum niður rúmlega tvö þúsund plöntur en samt er nóg eftir. Hér er enginn sérstakur skortur á snjó hvorki niðri og enn síður uppi. Færi er fínt en flestar lyftur lokaðar v/þoku.

  Kv. Árni Afl. (ekki Alf)

  P.S. Verð fulltrúi Eyfellinga á festivalinu. Eyfellskt Afl til sigurs.

  #49538
  0704685149
  Member

  Vegna aðstæðna og þjöppun á dagskrá var hætt við strýtu-svigkeppnina.

  Þar sem stökkkeppnin er færð, fram á laugardag líka, þá var þetta tekið út þar sem við komum þessu ekki öllu til leiðar á einum degi.

  Einnig það að ég hef skíðað svo lítið í vetur að ég hef líklega ekki þrek í að keppa nema í einni grein.
  Er alltaf að reyna að vinna eitthvað, alveg sama hvað ég reyni að hagræða tímatökum og raða líklegum keppendum, sem ég gæti unnið á móti mér.
  Allt kemur fyrir ekki…haldið að það sé gaman að þurfa umgangast Böbba, sem er alltaf með sama sönginn… .. Mannstu þegar ég vann í þessu og hinu?…”

  Einnig að skíðasvæðin eru ekki lengur opin til 22:00 eins og var fyrir 2 árum á föstudagskvöldum spilar auðvita líka inn í.

  Flestir voru að taka þátt í samhliðasviginu og stökkinu.
  En maður veit aldrei hvað gerist næsta ár, fer allt efitr tíma, opnunartíma, snjóalögum og fleira.

  En ef það er góð hugmynd af keppnisgrein, ekki liggja á henni heldur koma henni til okkar.

  kveðja mótsnefnd

  Hlakka til að sjá þig.

  #49539
  0801667969
  Member

  Ég hafði nú orð á því í fyrra að þeir sem eru svo fatlaðir að geta ekki telemarkað á leðurskóm og venjulegum gönguskíðum (en þurfa þess í stað einhverjar gervifætur þ.e.a.s. plastskó og skíði sem beygja sjálf) ættu að keppa í sér flokki. Þannig yrðu tveir flokkar; samhliða svig og samhliða svig með hjálpartækjum (stoðtækjum). Svo verður auðvitað að skipta keppninni alveg milli tveggja hópa þ.e.a.s. atvinnumanna (eins og mér) og hobbíista.

  Eyfellskt Afl til sigurs.

  Kv. Árni Alf.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.