Boltun við Snorrastaðatjarnir

Home Forums Umræður Klettaklifur Boltun við Snorrastaðatjarnir

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46764
    Bergur Einarsson
    Participant

    Við fórum nokkrir Hafnfirðing út að Hæstahjalla við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesi til að fagna sumri með smá klettaklifri.

    Mér til mikilla vonbrigða hefur einhver tekið sig til og boltað toppankeri yfir tvær af bestu leiðunum. Nú er ég ekki mikill öfgamaður, hvorgi með né á móti boltun, en þarna á hún engan vegin rétt á sér. 7 stórir múrboltar settir í stórar stein nibbur sem þræl passa fyrir slinga. Auk þess er illa gengið frá boltum og þeir eru engum nýtilegir nema að menn komi sjálfir með augu og rær með sér.

    Veit að ég er væntanlega ekki að skammast út í rétta mannskapin en langaði bara að koma þessu á framfæri. Hvet alla til að vera almennt vakandi fyrir góðri umgengni á klifursvæðunum okkar. Einnig að vanda til verka þegar menn eru að bolta. Mér finnst að minnsta kosti tveir snyrtilegir boltar, vel frágengnir með keðju á milli, í slétta klöpp sem býður ekki upp neinar aðrar trygginar vera allt annað mál heldur en illa frágengin hrúga af múrboltum.

    #50476
    Freyr Ingi
    Participant

    ja svei!

    Hvar eru annars Snorrastaðatjarnir?

    Vogunum??

    F.

    #50477
    0702892889
    Member

    En hvernig kemst maður að háabjallanum núna, er ekki búið að grafa allt í tætlur þar sem gamli afleggjarinn inn að snorrastaðatjörnum var?

    #50478
    1210853809
    Member

    Tu ert væntanlega ad tala um leidina med gamla vininum og eina tarna vid hlidina. Tad hefur allavega ekki verid vandamal med toppankeri tarna adur og buid ad klifra tarna i tonokkur ar. Kannski hægt ad bolta toppankeri vid adrar ledir eda bolta leidir tarna, hver veit ?!?
    kv. Josef

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.