Boltasjóður

Home Forums Umræður Klettaklifur Boltasjóður

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46354
  2806763069
  Member

  Hið látna Sportklifur Félag Reykjavíkur í samvinnu við Ísalp og Klifurfélag Reykjavíkur er að vinna að því þessa dagana að panta inn frá hinu Spænska Fixe 450 stál augu og góðan haug af tilbúnum akkerum.
  Þetta mun verða boltasjóður til næstu ára sem veit er út til að hvetja til nýrra landnáma í klifri á íslandi. Það er ekki fullkomlega búið að semja reglur en þangað til gildir eftirfarandi:

  Boltasjóðurinn er í varðveislu Ívars klifurstjóra.

  Allir klifrarar hafa rétt til að sækja um úthlutun úr sjóðnum og skal það gert munlega til Ívars klifurstjóra.

  Þeir sem fá úthlutað verða að skila inn leiðarlýsingu og skráningu til Ísalp.

  Ekki er úthlutað til sportklifurleiða sem standa einar sér úti í rassgati, frekar er reynt að styðja við svæði sem eru þegar fyrir hendi eða hafa mikla möguleika í frekari uppbyggingu.

  Mögulegt er að fá úthlutað til ævintýraleiða sem standa einar út í rassgati. Þetta gildir einnig um ísleiðir þó eðlilegra séð að boltun fari fram á svæðum þar sem möguleikar eru á fleiri en einni leið hvort sem hún er boltuð eða ekki.

  Bora verður fyrir öllum boltum með borvél og verða þeir að vera minnst 70mm langir. Augun eru svo 10mm þannig að allir boltarnir verða að vera 10mm. Þeir sem standa fyrir boltuninni verða að greiða fyrir boltana sjálfir.

  Ekki er úthlutað úr sjóðnum svo hægt sé að bolta sprungur enda er slíkt fyrir neðan allar hellur.

  Ekki er úthlutað úr sjóðnum til að bolta á friðlýstum svæðum eða í Stardal.

  Ekki er úthlutað úr sjóðnum til boltunar leiða sem áður hafa verið klifraðar með dóti enda er boltun dótaleiða fyrir neðan allar hellur og látum við Frakkana alveg um það.

  Boltum er einungis úthlutað til ábyrgra aðila sem líklegir eru til að nýta þá vel og af öryggi.

  Séu menn ekki sáttir við ákvörðun Ívars Klifurstjóra má vísa öllum ágreiningi til Stjórnar Ísalp og er ákvörðun hennar bindandi fyrir báða aðila.

  Komi einhverjum í hug betri reglur fyrir sjóðin er þeim bent á að snúa sér til stjórnar Ísalp með hugmyndir sýnar eða setja þær fram á netinu.

  Ég veit að þetta er enn sem komið frekar loðið og lítur þannig út að sjóðurinn sé ekki aðgengilegur neinum nema elítunni til notkunnar á Hnappavöllum. Ég hvet hinsvegar alla sem áhuga hafa á augum úr sjóðnum að láta í sér heyra og ræða um hugmyndir sínar.

  #48702
  2806763069
  Member

  þegar við notum stál augu verðum við þá líka að nota stál (riðfría) bolta til að koma í veg fyrir milli smit (eða hvað það nú heitir) eða er nóg að nota galvaníseraða bolta?

  #48703
  2806763069
  Member

  Svo er það spurnign hvort einhverjir vilja vera með í að kaupa nýja batterísborvél þar sem sú gamla er í einka eigu og hefur líka gert sitt í gegnum tíðina.

  Mín hugmynd er að menn geti lagt til frjáls framlög en eignist ekkert í sjálfri vélinni. Vélin tilheyri þá klifursamfélaginu og sé hverjum þeim sem vill frjáls notkunn á henni til dæmis þegar sá hinn sami boltar með augum úr Boltasjóðnum. T.d. má setja nafn Ísalp á vélina og geyma hana niðri í KH þar sem starfsmenn sæju um að ,,leigja” hana út og fylgjast með skilum.
  Hver og einn yrði þá að eiga sinn eigin bor og því væri engin rekstrarkostnaður á vélinni.

  Ef menn eru ginkeyptir fyrir þessari hugmynd væri gaman að fá að heyra það og held ég þá áfram að vinna að henni.

  Ívar

  #48704
  0310783509
  Member

  Er ekki malid ad alpaklubburinn eda klifurhusid standi fyrir sma kvold namskeidi vid innsetningu bolta og akkera til ad nyir menn standi nu klarir a tessu og sem upprijun fyrir hina sem ekki hafa borad i lengri tima uppa standardinn og rett vinnubrogd, ekki ad kvoldnamskeid kenni margt svo sem en allavegana ad menn viti ta hvad teir eru ad koma ser ut i og teirri abyrgd sem menn taka a sig vid boltun nyrra leida ?

  Bara vangaveltur fra fatlafolinu sem ber nu titilinn “humarinn” med reisn eftir solina i LA la landi og Hawaii tar sem brjostmiklar konur veltu ser um i sandinum i teirri von ad gera ser nafn i model bransanum vid godar undirtektir vidstaddra.

  aloha fra nef jork
  Einar Isfeld

  #48705
  2003793739
  Member

  Þetta hljómar mjög vel og ég styð þessa framkvæmd.
  Það stefnir þá allt í gott klifursumar með fjölda nýrra leiða?

  kv
  Halli

  #48706
  0703784699
  Member

  Hvernig væri að reyna að fá vélina styrkta frá t.d. Bílanaust sem selja Bosch, eða Sindra Stál sem selja Dewalt? Eða eru ekki til vélar þar sem menn vilja?

  Annars er þetta allt hið besta mál sem og hugmynd Ísfeldsins (Humarinn) að kenna grundvallaratriði boltunar, svona til að tryggja öryggi okkar svo enginn óreyndur fari út að bolta einhverja vitleysu. Stebbi tók að sér kennslu í boltun 101 í munkaþverá síðustu helgi, kannski hann taki nú skrefið lengra og útskrifi menn?

  kv. GIMP

  #48707
  0704685149
  Member

  Hvað voru menn bara hér í heimsókn í sveitinni? það hefði nú verið gaman að vita af því. Því hér er nokkurir ungir klifrarar sem eru miklu betri en ég, eru mun betri en ég hef nokkurn tíma geta orðið. Ég veit að þeir eru námsfúsir í tengslum við allt sem snýr að klifri og hefðu líklega haft gaman að hitta ykkur og klifra með sér reyndari mönnum.

  Kv. Bassi

  #48708
  0405614209
  Participant

  Ég þekki aðeins til hjá Sindra Stál og skal tékka á því hvað þeir geta gert fyrir samfélagið.

  Humar: Þessar brjóstamiklu……..? Kölluðu þær þig “Lobster” þegar þær sáu hnúðinn á sundbuxunum?

  Kveðja
  Halldór formaður

  #48709
  0310783509
  Member

  he he jamm eitthvad svoleidis…

  Einar

  #48710
  Ólafur
  Participant

  Þetta er gott mál. Það þarf að endurnýja mikið af ankerunum á Hnappavöllum og í Valshamri og setja upp önnur betri.

  Klifurhúsið ætti líka að eiga bolta og ankeri til sölu á kostnaðarverði. Útivistarbúðirnar eru ekki beinlínis að sinna þessu. Þá geta menn gengið að því að þar séu til boltar og augu ef menn ætla að fara að bolta einhverjar egó-leiðir lengst í útnára.

  -órh

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.