Björgunartryggingar Stórabróður

Home Forums Umræður Almennt Björgunartryggingar Stórabróður

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45264
  Karl
  Participant

  “Á að borga tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn? Eru ÍSALP félagar of “góðir” til að láta vita af sínum ferðum?”

  Þetta skrifar þjóðgarðsvörður í Skaftafelli í tilefni af fyrirhuguðum Vatnajökulþjóðgarði.

  Eins og JHS hefur bent á er fylgni milli þess að innheimta aðgangsleyfi/tryggingarfé inn í þjóðgarð og þess að framkvæma leit og björgun ef á slíkt reynir.
  Áhugamannabjörgunarsamtök sem við erum flest aðilar að eru þessu ekki fylgjandi.
  Ef opinberir aðilar á borð við þjóðgarða gera þessa kröfu verða þeir að uppfylla sinn þátt, þ.e. að vera færir um að veita þjónustuna sem þeir rukkuðu fyrir. Þetta verða þeir að gera með eigin mannskap eða þá kaupa hana frá e-h konar verktökum þar sem “björgun gegn borgun” lítur allt öðrum lögmálum en okkar sjálfboðafyrirkomulag.
  Björgunarsveitirnar hafa lagst vel yfir þetta mál og niðurstaðan er sú að best er að hafa eitt kerfi fyrir alla. Kostnaður við ferðatryggingaútfærsluna yrði yfirgengilega hár og riðlar núverandi fyrirkomulagi.
  Hvort land er innan þjóðgarðs eða utan skiptir engu máli í þessu samhengi.
  Varðandi það að hafa miðstýrt skráningarbatterí á fjöll vil ég taka það fram í eitt skipti fyrir öll:
  ÉG ER ALLT OG GÓÐUR TIL AÐ SKRÁ FERÐIR MÍNAR Í E-H STÓRABRÓÐURSEFTIRLITSKERFI.

  Fjallamennska hefur á öllum tímum snúist um að menn reyni mátt sinn og megin án þess að horft sé yfir öxlina á þeim.
  Gjaldið sem hver og einn borgar fyrir þeta athæfi er e-h áhætta en henni stjórna menn sjálfir og geara þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja öryggi sitt og sinna. Þekking er þar atriði númer eitt og þar skiptir félag eins og ÍSALP hvað mestu máli.

  Hætturnar leynast reyndar víðar……. -eins og Sigurður þórarinsson endaði Vögguvísu Jöklamóður:
  -“Eins er gott að leggjast ekki í sprúttið”….

  #48573
  0405614209
  Participant

  Fyrir mitt leyti þá finnst mér allt í lagi að tilkynna t.d. til Landsbjargar ef menn eru t.d. að leggja í meiriháttar fjöldægra leiðangra að vetrarlagi á Vatnajökul. Ferðaplan og upplýsingar um fjarskiptabúnað (ef hann er til staðar). Ég hef gert þetta óbeðinn og líður bara ágætlega með það. Ef aðrir kjósa að fara án þess að láta vita af ferðum sínum þá er það í lagi mín vegna.

  Hitt er svo annað að daginn sem á að fara að rukka fyrir aðgang að jöklunum eða fjöllunum eða skylda menn til að skrá ferðirnar hjá stórabróður þá fer ég í ólöglega fjallgöngu. Ég myndi vilja verða fyrsti Íslendingurinn sem er handtekinn fyrir að fara í fjallgöngu. Allir velkomnir með í þessa ferð sem vonandi verður aldrei farin.

  Kveðja
  Halldór formaður

  #48574
  Karl
  Participant

  Eg kem vonandi ekki með!…

  Sammála Halldóri það er gott að eiga möguleika á valfrjálsu eftirlitskerfi þegar það á við.

  #48575
  0304724629
  Member

  Það væri gaman að vita hvar þjóðagarðsvörður ritaði þetta. Hver er hans skoðun?

  Er í alvöru verið að spá í þetta? Ef svo er, þá flyt ég til Texas.

  rok

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.