Bitruvirkjun

Home Forums Umræður Almennt Bitruvirkjun

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44759

    Fékk inn um lúguna í morgun bleðill þess efnis að frestur til að senda inn athugasemdir varðandi framkvæmdir á svæði Bitru / Ölkelduhálss er 13. maí næst komandi.

    Hér að neðan eru upplýsingarnar sem komu fram í tilkynningunni:

    Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2002 – 2014. Hér er vakin athygli á atriði nr. 1 í auglýsingunni er varðar Bitruvirkjun:

    285 ha opnu, óbyggðu svæði á Bitru / Ölkelduhálsi sem að hluta er á náttúruminjaskrá og einnig skilgreint sem grannsvæði vatnsverndar er breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun.

    Frá framkvæmdarsvæðinu, sem er um 5 km fyrir norðan þjóðveg nr. 1, er fallegt útsýni til norðurs yfir Þingvallavatn, Langjökul og Skjaldbreið. Útivistarperlan Ölkelduháls er austast á framkvæmdarsvæðinu en þaðan mun fyrirhuguð gufuaflsvirkjun blasa við.

    Framkvæmdir fela í sér vegagerð, stöðvarhús, kæliturna, borpalla, borholur, heitavatnsleiðslur og háspennulínur o.fl.

    Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að vernda þetta ómetanlega svæði eru hvattir til að senda athugasemd til Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir 13. maí nk.

    Athugasemdir verða að vera skriflegar og sendar með hefðbundnum pósti (ekki er heimilt að senda þær í tölvupósti).
    Nauðsynlegt er að skrifa fullt nafn og heimilisfang undir, því allir sem gera athugasemdir fá svarbréf í pósti þegar ákvörðun liggur fyrir.

    Heimilt er að notast við bréf sem hægt er að ná í á siðunni, en mjög gott er að sjálfsögðu að skrifa sitt eigið bréf, bæta við þessu bréfi eða gera breytingar.
    Munið að skrifa undir með nafni og heimilisfangi og breyta dagsetningu. (Rautt letur í bréfinu)

    Frekari upplýsingar er að finna á http://www.hengill.nu

    Athugið að öllum er heimilt að gera athugasemt, ekki einungis íbúum sveitarfélagsins.

    Heyrt hef ég einnig útundan mér að klósettpappírsverksmiðja mun innan skamms rísa á svæði Hellisheiðarvirkjunar og mun sá skeinipappír víst vera umhverfisvænasti skeinipappír á jarðríki. Gaman-gaman.

    #52733
    2502614709
    Participant

    Þakka ábendinguna – það getur haft áhrif að sem flestir sendi inn athugsemdir .
    Það er fullt af geggjuðu fólki í landinu sem vill virkja allt sem unnt er til að bjarga heiminum frá frekari mengun! Og telur að það sé siðferðileg skylda okkar að byggja fleiri álver. (Sic).

    #52734

    Bara til þess að henda því inn fyrir áhugasama þá bárust 900 til 1000 athugasemdir!

    Eins og þú segir Ingvar, það getur svo sannarlega haft áhrif að sem flestir sendi inn athugasemdir og ætla ég rétt að vona að hátt í 1000 athugasemdir komi skilaboðunum til skila.

    Þess má einnig geta að bæjarstjórn Hveragerðis var einróma í að senda frá sér harðorða yfirlýsingu gegn framkvæmdunum.

    Það er þá kanski von eftir allt saman.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.