BÍÓ og SÖGUSTUND

Home Forums Umræður Almennt BÍÓ og SÖGUSTUND

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46687
    Freyr Ingi
    Participant

    Ama Dablam myndin hans Ingvars er að fæðast og er sett á þann 26. maí. Reyndar líka þann 27. maí ef menn komast frekar þá en hinn.
    En þetta á semsagt að
    fara fram í Háskólabíói kl. 20:00.

    Engin spurning að allir Ísalparar og áhugamenn um fjallabrölt mæta og kíkja á gripinn, sýna stuðning í verki og svala um leið forvitninni.
    Eitthvað hefur þetta hvisast út fyrir landsteinana og fjalla-Celeb-ið hann Simon Yates er að gera sér ferð til landsins til að fara í bíó!!

    Gott ef hann sjálfur ætlar ekki að baða sig aðeins sviðsljósinu í sal FÍ á miðvikudagskvöldið 28. maí en þar mun hann skemmta liðinu með sögum og myndum af sjálfum sér.

    Ekki amaleg vika í vændum.

    Yfir,

    FIB

    #52782
    Sissi
    Moderator

    Hmm, sama kveld og Dylan? Má það?

    #52783
    0808794749
    Member

    Hmm, sama kveld og aukaaðalfundur vegna lagabreytinga? Má það?

    #52784
    2902725569
    Member

    Verðum við ekki að fresta lagabreytingafundinum um viku?Annars verður salurinn hjá Yates tómur.

    #52785
    Smári
    Participant

    Styð frestun á fundi, ekki hægt að láta Yates koma fýluferð…

    #52786
    2002773689
    Member

    Er einhver möguleiki að myndin verði líka sýnd norðan heiða svo við landsbyggðalubbarnir missum ekki af stórviðburði sem þessum? Ef það vantar húsnæði get ég alveg skaffað hlöðu :)

    #52787
    Freyr Ingi
    Participant

    Hlöðubíó í Skíðadal er ekki afleit hugmynd. En hvort sem myndin verði sýnd þar eður ei er augljóslega akkur að því fá verkið norður yfir heiðar.
    Varð nefnilega þess heiðurs aðnjótandi að fá forskot á sæluna og forsá myndina á föstudagskvöldinu og get með sanni sagt að þarna er metnaðarfullt og skemmtilegt myndband á ferðinni.

    Virkilega flott mynd og hamingjuóskir til Ingvars og hinna sem að myndinni komu!

    Hvet því alla í bíó og vonandi kemst myndin norður svo sem flestir fái að sjá.

    Myndasýningin hans Simon er svo á miðvikudaginn kl. 20:00 í FÍ.

    FIB

    #52788
    2109803509
    Member

    Tek undir þetta það væri flott að fá myndina norður.

    #52789
    2502614709
    Participant

    Það er stefnan að koma myndinni sem víðast. Um leið og ég er búinn að fyrirgefa formanninum fyrir að kalla myndina “myndband”! reyni ég að gera eitthvað…
    Þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvet alla í bíó

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.