aðstæður og bitlausar skrúfur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur aðstæður og bitlausar skrúfur

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46196
  2806763069
  Member

  Skrapp inn í Hestgil inn af Brynjudal í dag við annan mann og klifraði tvær leiðir (sjá nýskráningar).
  Það var meiri ís í vestarihluta gilsins en ég hef séð áður, en í þeim eystri var að vísu nægur ís en minni en oft áður. Auk þess var mikill snjór utan á ísnum austanmegin.
  Reyndar líka vestanmegin en við löguðum það með skóflu á leiðinni niður.

  Það leit líka út fyrir að vera eitthvað af ís inni í Glymsgili svona úr fjarlægð.

  Að lokum langar mig að benda þeim sem eiga þreyttar stálskrúfur að líta við hjá honum Jóni Þorgríms á renniverkstæði hans í Skútuvoginum, 16 að mig minnir. Hann kom skrúfunum mínum í topp lag fyrir sanngjarnt verð um daginn. Mæli með því.

  Kv.
  Ívar

  #47710
  2806763069
  Member

  Afsakið en ég gleymdi að setja inn lengdina á annari af leiðum sem ég var að skrá inn í Hestgilinu. Leiðin er ca. 50m.

  Hestgil er annars frábært ísklifursvæði sem fleirri ættu að leggja á sig að heimsækja. Mæli líka með því.

  kv.
  Ívar

  #47711
  1610573719
  Member

  Frábært hjá ykkur. Við Palli töluðum um leiðina með þakinu á laugardaginn þegar við vorum að kíkja á Nálaraugað en við erum orðnir svo gamalir og lúnir að við nenntum ekki að kíkja þarna inn. Enn og aftur til hamingju.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.