Aðstæður??

Home Forums Umræður Almennt Aðstæður??

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45879
    Freyr Ingi
    Participant

    Jæja nú er frost á fróni og er það gott…en hvar er aðstæðurnar bestar?
    Var ekki meiningin að allir yrðu svaka duglegir að skrifa upplýsingar um aðstæður á nýja fína vefnum??

    Þess vegna spyr sá sem ekki veit, hvar er klakinn og hvar er ísinn?
    Það eina sem ég veit er að það var alveg haugur af snjó í Chamonix.
    Freyr Ingi

    #47688
    Anonymous
    Inactive

    Það má segja að það sé allt í aðstæðum sem getur verið í aðstæðum nema þó helst undir Eyjafjöllum sem ættu nú að komast í aðstæður ef verðu heldur áfram eins og það hefur verið.
    Ég við biðja menn sem eru að klifra endilega að segja fáein orð um aðstæður. Það ætti ekki að taka nema 10mín að segja frá því sem þið sáuð þegar þið voruð að klifra. Þetta getur sparað mörgum öðrum marga klukkutíma í fýluferðir. Við erum svo fáir sem erum í þessum bransa hér á landi að við ættum að geta staðið saman í þessu. SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ!
    Ég fór ekki að klifra um helgina en veit að Múlafjallið er í góðum aðstæðum. Grafarfoss er í aðstæðum. Oríon er í fínum aðstæðum en veit ekkert um kjósina. Veit einhver eitthvað um Glymsgilið???
    Hvernig var í Haukadalnum Ívar????????
    Kv. Olli

    #47689
    2806763069
    Member

    Það var vissulega meiningin að menn væru duglegir að skrá aðstæður. Því miður hefur það hinsvegar ekki verið sem skildi og því hefur meðal annars undirritaður orðið ansi leiður á því að gefa bara en þiggja lítið.

    Ég mun hinsvegar gera enn eina tilraun og svara honum Frey Inga og öðrum þeim er spyrja sig sömu spurningar.

    Það er ís á öllum svæðum í nágrennig Reykjavíkur og líklega er hægt að klifra nánast hvað sem er. Flestar leiðirnar eru hinsvegar ís-minni en gengur og gerist.

    Reyndar er ekki mikill ís í þeim hluta Brynjudals sem snýr í suður og fremsti hluti Glymsgils er frekar íslítill. Amk annar af fossunum upp á brún er í aðstæðum.

    Í Búhömrum og Grafarfossi er ís og voru einhverjir sem klifruðu þar um daginn (en hafa ekki séð ástæðu til að miðla þeim upplýsingum sem þeir bjuggu yfir til annara fjallamanna á vefnum).

    Að lokum er einnig nægjanlega mikill ís í NV-Vegg Skarðsheiðarinnar (Skessuhorns) til að eiga mjög góðan dag þar.

    Einhver ís er einnig í Öræfasveitinni og einhverjir stefndu á að fara í Kinnina um helgina.

    Ég ítreka það, og ekki í fyrsta skipti, að ég er viljugur að dreifa upplýsingum um aðstæður hér á netinu. En ég ætlast líka til að fá eitthvað í staðinn til að spara mér sjálfum leitarferðir.

    Vonandi taka menn sig saman í andlitinu og safna nægum kjarki til að láta frá sér heyra hér á netinu um hvað þeir voru að gera og hvað þeir sáu, stórt sem smátt.
    Það yrði líka kannski til að gera þennan umræðuvef örlítið skemmtilegri. Það hefur verið ansi fátt um fína drætti hér upp á síðkastið.

    #47690
    2806763069
    Member

    Sæll Olli
    Ég fór því miður ekki í Haukadalinn þessa helgina en skal láta amk þig vita um aðstæður þegar ég veit meira.

    kv.
    Ívar

    #47691
    Anonymous
    Inactive

    Ég hef verið að spyrja menn af hverju þeir setji ekki inn hvað þeir voru að gera og hvernig aðstæður voru og stundum fengið svar að viðkomandi menn væru svo litlir spámenn að þeir hreinlega þorðu því ekki. Við sem erum komnir með meiri reynslu en aðrir lítum alls ekki niður á hina sem skemur eru á vegi komnir í íþróttinni heldur þveröfugt bjóðum þá velkomna í hópinn og erum tilbúnir að hlusta hvað þeir hafa að segja. Þó þeir hafi bara farið létta 3. gráðu þann daginn er alveg eins gaman að heyra hvað þeir voru að gera og hvernig þeir meta aðstæður bæði á staðnum og við að keyra á staðinn og heim. Við skulum bara leggast á eitt við að gera vefinn fjörugan af miklu upplýsingarflæði þennan ótrúlega stutta tíma sem ísklifur er mögulegt á Íslandi.

    #47692
    Stefán Örn
    Participant

    Fórum nokkrir á laugardaginn í Múlafjall. Tvær leiðir farnar við góðan orðstír, Stígandi og Rísandi. Fínar aðstæður. Íste ekki ennþá frosin alla leið niður.

    #47693
    2412773219
    Member

    Fórum nokkrir félagar, út að leika á laugardaginn og fyrir valinu varð Grenihlíðin.Held alveg örugglega að leiðin sem við bröltum upp, hafi verið Hrynjandi (leið nr. 45 í leiðarvísinum) og höfðum mikið gaman af. Töluverður ís var í þeim fossum sem við rákum augin í.

    kv. Magnús

    #47694
    1705655689
    Member

    Fór á Laugardaginn 31jan í Ingólfsfjall hér fyrir austan fjall og klifraði byrjendafossinn (veit ekki hvað hann heitir) sem er innst í svokölluðu nýbýlahverfi í ölfusinu. Ég tók nýja menn með mér, þetta er 3gráða svona 15m hár foss nema núna var hann ófrosinn í miðjunni með lækjarsprænu þannig að efst varð að klifra smá kletta, þar sem gott axarhald hald var í mosanum. Fossinn var ótryggjanlegur með ísskrúfum í þetta sinn. Þetta er svakalega góður foss til að fara með fólk í fyrsta sinn í ísklifur. Oftast auðvelt að setja upp ofanvað, og allir komast upp fyrir rest.

    Það er annar foss rétt hjá, inní þokkalegu gili við bæinn Hvamm, hann virtist vera að frjósa og er örugglega orðin nokkuð góður núna.

    kv Bárður Á

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.