Að pósta myndum…

Home Forums Umræður Almennt Að pósta myndum…

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47362

    Langar að biðja þá sem eru að pósta myndum á netið af einhverju fjallastússi, endilega að láta vita af því hér á vef Ísalp. Þetta er vissulega oft gert, þá með því að setja inn link á gallerý sem fólk hefur komið sér upp. En stundum þá fer þetta framhjá manni, sérstaklega þegar eingöngu er verið að pósta þessu á helv**is fésbókinni.

    Nú ætla ég bara að taka eitt dæmi og það er af honum Dóra. Hann er ekki sérstakelga hörundssár og gæti auk þess lamið mig ef hann væri í stuði til þess. Þess vegna ætla að ég að nota tækifærið og skamma hann því hann var að pósta myndum frá Rjukan á fésbókinni en ekki hér, vef íslenskra fjallamanna. Skamm skamm!

    Dóri, drífa sig svo í að setja inn link hér og hananú.

    – Nett pirraður laumufésari

    #55225
    2308862109
    Participant

    Henti inn nokkrum myndum úr ferð okkar félaganna til Rjukan fyrr í mánuðinum og það er rétt það fór fyrst á helv**is fésbókina afsaka það.

    http://picasaweb.google.com/halldor86/Rjukan615Feb2010#

    Er samt ekki viss hvort ég leggði í þig Bjöggi svo það má deila um endalok þess bardaga.

    Kv Fésbókarvinurinn

    #55226
    2806763069
    Member

    Já talandi um það Bjöggi, nú þegar þú hefur ekkert að gera og situr bara heima væri flott að fá nýjan skammt af mydum frá þér á veraldarvefinn.

    #55227

    Rétt hjá þér Ívar… commin’ up!

    #55231
    1108755689
    Member

    Ég legg til að Bjöggi og Dóri fái úr þessu með bardagann skorið hið fyrsta. Það dugar ekki að hafa óútkljáða bardaga hangandi yfir sér.
    B

    #55265

    Jæja Ívar, þú baðst um það…

    Hér eru m.a. myndir af Hardcore að fá væna rassskellingu í Tvíbbagili…

    retro.smugmug.com/Ice-climbing/Tviburagil/Tvíburagil-various/7423684_UzJZ3#797056710_cyQPi

    (Eitthvað að klikka greinilega með það að búa til link hér á síðunni, besta að láta tékka á því…)

    #55266
    1108755689
    Member
    #55267

    Þegar ég setti http:// fyrir fram þá kom linkur yfir hálft URLið, ekki allt. Fannst betra að taka það út og hafa engan link á bakvið en asnalegan.

    [editerað]

    Hér eru myndirnar myndirnar

    #55269
    0111823999
    Member

    Skemmtilegar myndir ;).. verst með jakkann en gott með öklann!

    #55271
    Arnar Jónsson
    Participant

    Talandi um myndir..

    Rakst á þessa skemmtilegu mynd. Því að fara útá land þegar þú getur klifrað heima hjá þér?

    iceClimbing.jpg

    Btw. Fínar myndir hjá þér Bjöggi. Gaman að sjá myndir af flugferðum :)

    Kv.
    Arnar

    #55272
    AB
    Participant

    Mjög flottar og skemmtilegar myndir.

    AB

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.