Re: Svar:Tryggingamál

Home Forums Umræður Almennt Tryggingamál Re: Svar:Tryggingamál

#54808
Gummi St
Participant

Gott að fá þessi mál í umræðu, kominn tími til !

Þegar ég fór út á sínum tíma keypti ég sérstaka tryggingu af sjóvá með aukaákvæði um ‘fjallaklifur’ eins og þeir orðuðu það. Þetta keypti ég bara fyrir þessa viku eða 10 daga sem ég var úti og kostaði einhverja þúsundkalla.

En hér heima er ég með myndavélatryggingu fyrir allt draslið sem maður ber með sér í ferðirnar en ég hef ekki ennþá fengið neitt vit í slysatryggingu.

Spurning um að fá viðtal við fulltrúa tryggingafélags sem er vonandi ekki að fara á hausinn og athuga hvað þeir séu tilbúnir að gera fyrir samfélagið. Fá hann í heimsókn á hópfund eða velja einhverja góða fulltrúa okkar til að fara til þeirra og ræða málin.

kv. Gummi St.