Re: Svar:Tryggingamál

Home Forums Umræður Almennt Tryggingamál Re: Svar:Tryggingamál

#54799
Karl
Participant

Fyrir 15 árum keypti ég vinnuslysatryggingu hjá Sjóvá. Þessi trygging kostaði slatta og innifól slysatryggingar við klifur og sigvinnu á mannvirkjum og fjöllum. Ég náði síðar að útvíkka skilmálana yfir í hverskonar fjallamennsku oþmt snjóflóð.
Ég yfirfærði síðan klifur og skíðatrygginguna yfir í frítímatryggingu. Minnir þó að ég sé ekki tryggður ef snjórinn dettur á mig -en að ég sé tryggður ef ég dett á snjóinn! Fyrir þetta borga ég hóflegt álag á hefðbundna slysatryggingu. Þetta er síðan hluti af stærri tryggingapakka á bílum, húsi ofl. Tryggingafélagið hefur reyndar aldrei þurft að borga nokkurskonar bætur vegna minna trygginga svo það hefur ekki reynt á þetta.
Ég þreifaði e-h á tygginngamálum ÍSALP á sínum tíma og niðurstaðan þá var að tryggingarfélögin höfðu engan áhuga á þessu en það er mögulegt fyrir þá sem eru með önnur tryggingaviðskipti og góðan feril að semja um þetta sérstaklega.

Ég þekki ekki tryggingamál Landsbjargar, en held þó að þar sé möguleiki á að hjálparsveitarmenn séu tryggðir vegna “æfinga á eigin vegum” (er þó ekki viss) -etv er slíkt fáanlegt gegn aukagjaldi.
Etv er hagkvæmast fyrir menn að ganga í björgunarsveit og vinna sín tryggingamál þá leiðina. Kostnaðurinn er náttúrulega sárabótasprengiefnissöluskyndihjálparleitarkjaftæðið.
Þetta gæti jafnvel verið aðferð fyrir hjálparsveitir til að halda í mannskap.