Re: Svar:The Beckoning Silence

Home Forums Umræður Almennt The Beckoning Silence Re: Svar:The Beckoning Silence

#54610
Karl
Participant

Ég setti mig í sófastellinguna og glápti á Frönsku ofkælingarsápuna.
Ljómandi gaman að sjá myndir frá Argentiere.

En ofkælingarbullið og biðvakið á fjallstoppnum flokkast undir hreinræktað kjaftæði.
1. Menn búa sig ekki undir nóttina á flötum fjallstopp, heldur leita skjóls við steina, hengju eða hvað eina sem veitir skjól.
2. Menn reyna hvað sem hægt er til að búa til skjól, s.s. snjógröft, grjótburð ofl.
3. Mjög brýnt er að hylja andlit og augu en þar er mest hitatap.
4. Menn sem eru þurrir og í þokkalegu ástandi, segjum þreyttir eftir langan dag á fjöllum, þeim er óhætt að sofna. Það er einfaldlega þannig að maður vaknar þegar kuldinn sverfur að og skjálftinn nær 7 á hrikter. Á meðan skrokkurinn er fær um að skjálfa þá er það betri aðferð en að berja sér því minni varmi fer til spillis. Ef hætts er á fingrakali er hinsvegar ástæða til að gera e-h sem trekkir blóð í útlimi.

Það mætti ætla að í æsku hafi mannræfillin ekki einu sinni lært að setja á sig húfuna áður en hann fór í skólan í köldu veðri……