Re: Svar:Mánudags myndir

Home Forums Umræður Almennt Mánudags myndir Re: Svar:Mánudags myndir

#54505
0703784699
Member

Já það er óþarfi að ferðast hálfan hnöttinn til að fá flott klifur enda af nógu er að taka heimafyrir. En ætli það sé ekki einmitt aðstæðurnar títtnefndu sem draga menn á fjarlægari slóðir, þeas veðrið.

Ef hægt væri að klípa í kletta utandyra í 12 mánuði á ári að þá væri ef til vill Spánn ekki svo vinsæll áfangastaður meðal íslenskra klifrara. Ekkert gaman að handleika plastið megnið af árinu. Því miður að þá vantar einnig uppá að geta fyllt uppí þessa ófáu rigningardaga með smá slúttandi bergi ( http://picasaweb.google.com/himmi78/Mars2009#5319591114990089842 )

Svo er það haustið sem æsir upp mannskapinn með sínum frostaköflum svona rétt áður en það rignir aftur. Snjór sem kemur og fer jafnóðum.

En annars þá er Ísland bezt í heimi og takk fyrir glimrandi myndir!!!

kv.Himmi