Re: Svar:Ísland á kortið

Home Forums Umræður Almennt Ísland á kortið Re: Svar:Ísland á kortið

#54725
Karl
Participant

Þessi UIAA umræða hefur legið í láginni í tíu ár.
Það er víða þannig að helstu verkefni landssambanda (AC)og UIAA er baraátta um aðgengi að klifur og útivistarsvæðum og hreinlega réttinn til að geta klifrað. Samtökinn hafa líka unnið mikið innávið að bættu “siðferði” og umgengni á klifursvæðum og aðkomuleiðum.
Þetta er í raun það sama og SAMÚT strögglaði við þegar sett voru síðustu lög um náttúruvernd og skipulagsmál.

Krafan um ábyrgðartryggingaar klifrara er í raun til komin vegna umferðarþunga á vinsælum klifurleiðum og er sambærileg við skyldutryggingar bíla sem ekið er í umferðinni.

Það er margt ágætt útúr því að hafa að vera aðili að UIAA þó svo að annað sé framandi fyrir okkar strjálbýlisaðstæður. Meðan ÍSALPARAR eru ekki að lenda í vandræðum vegna aðildarleysis, þá má segja að aðild sé val. Ég ráðlegg mönnum að fylgjast með UIAA og öðrum síðum e-h fram eftir vetri til að átta sig aðeins á hvað þetta félagsbrölt gengur útá.

UIAA er rétti vetvangurinn til að kynna fyrirbæri eins og Íslenska ísfestivalið (ef e-h er stórhuga og treystir á veðráttuna).

Brölt á hærri fjöll er að mestu höndlað af ferðaskrifstofum sem sjá um leyfismál og pappíra.
Ef einhver sér fram á nauðsyn UIAA aðildar vegna e-h verkefnis, þá getur hann t.d. gengið í http://www.danskbjergklub.dk/ og látið í það skína að landráðamaðurinn Jón Sigurðsson hafi aldrei svikið okkur úr Danska Heimsveldinu…..