Re: Svar:ísalög og aðstæður, uppl.

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur ísalög og aðstæður, uppl. Re: Svar:ísalög og aðstæður, uppl.

#54860
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Fór ásamt Robba og Danna kúlu í Haukadal yfir helgina.
Gistum í góðu yfirlæti að Stóra-Vatnshorni að vanda og stemmarinn rífandi

Fórum með bjartsýnina að vopni í Skálagil á laugardeginum en þar virðist ekki hafa vantað frostið en vatnið sennilega frekar. Þennan dag var reyndar 4-5°C sem er með mesta móti fyrir þetta sport en það slapp til.
Trommarinn var langt kominn með að myndast en annað heldur í þynnri kantinum. Aumir fingur (WI3-4) hægra megin í gilinu var með þokkalega mikið af ís og fékk heimsókn en var helvíti blaut. Engar aðrar leiðir hægra megin voru í aðstæðum en stutt í að Arctic Storm kæmi inn (hefði verið klifranlega fyrir harðhausa en var orðin mega bráðin frá klettinum og því vafasöm).
Eftir hádegið fórum við svo frábæra leið næst vinstra megin við Trommarann og heitir hún Sharpening your teeth. Ágætis ísmagn í neðri 2/3 sem svo þynntist í skæni og smákerti og endaði í um 5m þurrum strompi sem var mikil upplifun að brölta. Frábær leið með ca. WI5 klifri og M5 mixi. Sennilega hefði verið hægt að klifra Traktor og Í fótspor fræðimanns þarna vinstra megin í gilinu en þær voru í þynnra lagi og hefðu falið í sér eitthvað mix og etv. tæpar tryggingar.
Það er kominn tími á að endurnýja sigakkerið. Það er orðið vel ryðgað og mikið suffer að draga línuna í gegnum augun tvö. Næst verður rokkurinn tekinn með og sett eins hrings akkeri.

Lok dagsins vörðum við í að skópa út aðstæður utar í dalnum. Sáum að
það var töluvert meira af ís í Bæjargili, Svellagjá og Stekkjargili.
Renndum yfir að Austurárdal og horfðum þangað inn með kíki en þar var ís mjög stutt á veg kominn. Þarf örugglega mánuð í viðbót og var því ákveðið að fara í Stekkjargil í dag.

Vöknuðum hressir og mættum upp í Stekkjargil skömmu eftir birtingu. Veðrið var frábært, rétt kringum núllið þarna uppfrá, heiðskírt og bjart. Fórum þar leiðina Aðrein (WI5) í skemmtilegum aðstæðum, aðeins blautum en nóg af ís. Fórum svo ofar í gilið og skoðuðum. Þjóðvegur 66 var klifranlegur en ekki samfelldur og því frekar erfiður líklega. Mjóa leiðin vinstra megin við hann (ekki í leiðarvísi) var blaut en klifranleg og með nóg af ís. Fjölmargar leiðir í léttari kantinum ofar í gilinu voru bunkaðar af ís og erfiðu (óförnu?) leiðirnar efst til vinstri voru komnar með voldug kerti og orðnar spennandi.
Völdum að fara leiðina Frárein (WI3) og halda áfram alveg upp á brún. Efri parturinn er ekki í leiðarvísinum (stóri fossinn efst í gilinu, sem nær upp á brún) en hún hefur oft verið farin er ég viss um (Skyler/Bjöggi/Skabbi held ég um árið og gömlu kempurnar án efa í denn). Er til nafn á þennan foss?
Fórum þarna mello erfitt afbrigði upp miðjan fossinn, teknískt WI5 (hefði hugsanlega verið hægt að þræða sig upp WI4/4+ í sitt hvorum jaðrinum). Fullt af massagóðum og þéttum ís, fullt af regnhlífum og kertum – s.s. tóm hamingja. Minnti á efstu spönnina í Þilinu fyrri part vetrar.
Kölluðum þetta dag að þessu loknu enda farið að rökkva.

En s.s. þá er Hamrasvæðið (Stekkjargil, Svellagjá og Bæjargil) í hörkuaðstæðum þó ekki séu allar leiðir orðnar feitar og óhætt að mæla með að menn leggi leið sína þarna uppeftir á næstunni því fá önnur svæði virðast vera í aðstæðum. Robbi póstar vonandi myndum af þessu fljótlega.
TU þá eru ekki nema 140-150km þarna uppeftir frá Sódómu.