Re: Svar:Hvar eru leiðirnar

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hvar eru leiðirnar Re: Svar:Hvar eru leiðirnar

#54921
AB
Participant

Ég má líka til með að hrósa ykkur fyrir að deila þessari reynslusögu með klifursamfélaginu. Sömuleiðis finnst mér frábært hjá ykkur að ráðast í svona ævintýraklifur. Það eru alltof fáir sem stunda íslenskt „alpaklifur.“

Það er líklega rétt hjá þér að margt smátt hafi leitt til þessara vandræða. Þetta með þyngdina á pokanum er erfitt viðfangsefni: Ef þú tekur lítið dót þá ertu léttari, fljótari að ganga upp að leiðinni og klifra hana. Það munar um hvert kíló. Hins vegar ertu verr settur ef eitthvað kemur upp á. Þar sem þið voruð fjórir á ferð ætti þyngdin ekki að hafa verið ofvaxið vandamál — þið hljótið að hafa deilt dótinu á milli ykkar.

Miðað við frásögnina þá virðast mér viðbrögð ykkar mjög þroskuð og yfirveguð — ekki síst að hafa kallað til aðstoð tímanlega.

Ég tek undir með Sigga og Sissa: Climb on! Þetta er fínasta innistæða í reynslubankann.

Þetta fjall er auðvitað magnað og ég veit ekki til þess að neinn hafi klifrað þarna að ráði. Einhver sem veit betur?

Eigið þið myndir frá þessum degi?

Kveðja,

AB