Re: Svar:Brynjudalur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Brynjudalur Re: Svar:Brynjudalur

#55007
Bergur Einarsson
Participant

Við fórum fjórir úr Hafnarfirðinum, ég, Raggi Þrastar, Tómas og Örvar. Kíktum í fossana í klettabeltinu norðanmegin í dalnum og ætluðum að hafa þetta kósíklifur í sól og sumaryl. Okkur til mikillar mæðu þá er sólin svo lágt á lofti að hún kom aldrei yfir fjöllinn.

Klifurðum tvær augljósar einnaspanna leiðir ofan við eyðibýlið Hrísakot. Kíktum síðan að lokum í hausljósa klifur í næst neðsta haftinu í Húsagili, ánni sem rennur undir brúnna við beygjuna á veginum inn dalinn. Það var svo sem aðalega gert í tilefni af því hversu vel frosið þetta var allt saman.