Re: Svar:Athyglisverð grein

Home Forums Umræður Almennt Athyglisverð grein Re: Svar:Athyglisverð grein

#54564
0703784699
Member

Hitti einu sinni fyrir konu sem var fyrst til að vinna Ultramarathon (overall winner). Hún sagðist ekki vera hraðasti hlauparinn, en hún næði að halda sínum hraða í þessa c.a. 24 tíma sem hlaupið tók. Hún sagði að kallarnir hlupu hraðar, en af því hún væri svo lítil að þá næði hún að halda meðalhraðanum hærri af því vöðvarnir stífnuðu ekki eins. Get ekki munað nafnið á henni, né googlað hana. Hún var í mikilli samkeppni við Dan North Face hlaupara fyrir nokkrum árum síðan. En allaveganna í langhlaupum (þá er ég ekki að tala um maraþon heldur ultravegalengdir 200km +) að þar eru konur jafnar.

Eins og við erum öll misjöfn að þá er og verður alltaf einhver munur á körlum og konum líka. Hvort sem það þarf að vera niðrandi eða ekki að þá er það bara staðreyndin. Meðal konan er kannski ekki eins sterk og meðal kallinn, en þá hlýtur bara eitthvað annað að koma til.

En annars að þá ætla ég ekki að fara að byrja á einhverri karlrembu/rauðsokka/kvenréttinda/jafnréttinda blaðri. En greinin sem þú póstaðir var fín, og ég held að það sé nokk til í henni.

Eg segi það enn og aftur, mikið er ég fegin að vera karl og þá ekki nema bara af þeirri einu ástæðu að ég get pissað standandi (nei það er víst búið að taka það af okkur, bendi á nýlegt dæmi í grunnskóla í Noregi), nei það er að ég þarf ekki að ganga í gegnum það að fæða barn.

kv.Gimpinn