Re: svar: Viðgerðir á skel – þ.e. vind og vatnsheldum fatnaði

Home Forums Umræður Almennt Viðgerðir á skel – þ.e. vind og vatnsheldum fatnaði Re: svar: Viðgerðir á skel – þ.e. vind og vatnsheldum fatnaði

#54128

Er sjálfur að gera tilraun með svart tau-teip með plasthúð frá Tesa að mig minnir sem ég fékk í Brynju á Laugavegi. Lúkkar allavega betur en hvíta íþróttateipið :) Virðist tolla ágætlega.

Ég straujaði ekki en þvoði efnið vel og sprittaði áður en ég límdi á. Þannig ættiru að losna við alla fitu og annað ógeð. Passaðu bara að sprittið gufi alveg upp áður en þú heldur áfram. Ef þetta gengur ekki þá prófar maður að strauja.

Ef götin eru stór er vissara að teipa báðumegin, en ég setti nú bara innaná ef þau voru agnarsmá.

Duct teipið virkar líka vel en er bara ekki eins camo og þetta svarta.

– Tribal