Re: svar: Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði

Home Forums Umræður Skíði og bretti Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði Re: svar: Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði

#53679
Karl
Participant

Það að setja fjallaskíðabindingar á gönguskíði er almennt ekki stundað utan Bretlandseyja.
Þetta flokkast undir ofurBreskan öfuguggahátt sem gengur þvert á siðgæðishugmyndir upplýstra skíðamann sem nota gönguskíðabindinga á göngu og svigskíði og fjallaskíðabindinga engöngu á svigskíði.
Fyrrum stjórnarmaður í ÍSALP og þaulreyndur gönguskíðakappi, ásamt því að vera ofurlaghentur (en nokkuð lofthræddur) ísklifrari, á hinsvegar nákvæmlega þennan búnað sem þú ert að leyta eftir.

Þessi maður heitir Jóhann kjartansson og í hann næst í síma 860 2573.
Jóhann er óvenju vandaður maður til orðs og æðis en það skal tekið fram að á yngri árum átti hann til að drekka ótæpilega og einhverntíma kom þessi vafasami skíðabúnaður upp úr tösku hans að aflokinni Skotlandsför. Ekki er vitað til þessað hann hafi slitið þessu svo nokkru nemi…
Hringdu í kappann og berðu honum kveðju mína.

Karl Ingólfsson