Re: svar: Valshamar og Ársritið

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Valshamar og Ársritið

#48805
Ólafur
Participant

Að sumu leiti er ég sammála Hrappi í þessum bolta málum. Elstu leiðirnar í Valshamri eru boltaðar af frumherjunum þegar menn voru ennþá í þeim hugsunarhætti að spara bolta og reyna jafnvel að nýta þá í fleiri en eina leið. Það má jafnvel segja að úthlaupin (runout) og klippin séu hluti af gráðunni. Í mínum huga þá hefur sá sem bjó til leiðina í einhverjum skilningi “höfundarrétt” á henni. Ég er líka sammála Hrappi varðandi það að 5.8 er ekki byrjendagráða og ef mönnum líst ekki á að leiða þá er alltaf hægt að toppa. Hin hliðin á peningnum er svo sú að Valshamar er fjölsóttasta klifursvæði landsins (sem mér finnst reyndar dálítið skrýtið) og þar er yfirleitt mikið af byrjendum. Það eitt og sér er því ástæða til að leiðir þar séu þokkalega vel boltaðar, sér í lagi auðveldustu leiðirnar. Ef menn vilja fá hroll ættu þeir kannski bara að klifra annars staðar?

Varðandi ársritið þá er ritnefnd í sumarfríi. Nokkrar greinar eru komnar í hús en sumir sem hafa lofað efni eiga eftir að skila (þið vitið hver þið eruð). Ef einverjir luma á efni þá er ennþá nóg pláss eftir í blaðinu.

-órh