Re: svar: Valshamar bíó.

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar bíó. Re: svar: Valshamar bíó.

#52623
2806763069
Member

Sem sagt að vera í rauðum tex-galla í 20°hita, með legghlýfarnar utan-yfir í klifurbelti á jafnsléttu og með hjálm.
Í beltinu eru svo 20 læstar karabínur, 3 tegundir af sigtólum (þar af tvær áttur) og um fimm langir 6mm breiðir slingar sem hafa verið vandlega gerðir upp í hekluhnút og hanga niður á ökla. Reyndurstu mennirnir þekkjast auðvitað af 3 júmmurum sem líka eru á beltinu.

Ef menn vilja svo vera verulega flottir og “pró” þá er auðvitað að skella á sig skíðagleraugum og vera með höfuðljós á hjálminum þrátt fyrir að það sé hábjartur dagur og hvorki snjór né vindur!

Ætti ekki að vera vandamál að finna nokkra svona, það er víst alveg nóg til!

Fyrirfram sorry, ég bara réð ekki við mína dökku hlið!

Hardcore