Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Forums Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

#49111
Ólafur
Participant

Einhverntíman var því beint til björgunarsveita að vera ekki með skipulagðar ferðir á Hnappavelli. Held að aðal-ástæðan hafi verið sú að sumir voru farnir að líta á vellina sem ókeypis tjaldsvæði og smala þangað stórum hópum sem höfðu svo kannski lítinn áhuga á að klifra þar.

Ég get engan veginn verið sammála Hrappi um að þeir sem settu upp leiðirnar og fengu leyfi fyrir svæðinu “beri alla ábyrgð á umgengni og fólki á svæðinu”. Það ber hver ábyrgð á sjálfum sér og sinni eigin umgengni. Slæm umgengi fárra bitnar hinsvegar á þeim sem síst eiga það skilið og þessvagna finnst mér skiljanlegt og eðlilegt að “klifursamfélagið” og þeir sem hafa byggt upp Hnappavelli ráði einhverju um hvernig svæðið er notað. Mér finnst líka sjálfsagt að menn borgi fyrir að tjalda þar og að þeir peningar renni í að halda við svæðinu og byggja það upp. Einnig finnst mér eðlilegt að þeir sem eru með skipulagðar ferðir á svæðið leggi sitt af mörkum í sjóðinn.

Ég sé hinsvegar ekki hver og hvernsvegna ætti að banna skipulagðar ferðir á Hnappavelli. Ef þessi fyrirtæki ganga þar vel um og sýna öðrum klifrurum tillitsemi sé ég ekki vandamálið. Þessir boltar voru settir upp til að nota þá eða hvað?

Hérastubbur bakari: “Afi minn var mjög vitur maður. Hann sagði alltaf, að stolnar kökur væru vondar á bragðið, en kökur, sem væru keyptar á heiðarlegan hátt, væru sætar.”

-órh