Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Forums Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

#49115
Hrappur
Member

Hmm ég var bara að velta fyrir mér því að einhverjir teldusig vera að bjóða uppá þjónustu sem væri byggð á baki fórnfúsra manna.
Ég var að velta fyrir mér siðferðinu að baki slíks boðs og spurninguni um hvort að allir væru samþykir því að Hnappavellir væru orðnir áfangastaður fyrir skipulagðan túrisma. Ég er ekki að tala um skipulagðar ferðir ýfir höfuð heldur sólarlandaferð á Hnappavelli fyrir túrista. Ég dreg ekki í efa grandvaraleysi og heiðarleika þeirra hjá Fjallaleiðsögumönnum svo og umgengni þeirra við náttúruna (innan þeirra raða eru þeir fjallamenn sem hafa verið afdrátalausastir í umhverfismálum og gætum við tekið okkur þá til fyrirmyndar). Ég set samt spurningarmerki við að beinlínis auglýsa Hnappavelli sem enn eitt Blálónið eða Gullfoss, því við áhugamenirnir sem stundum staðinn eigum allt undir því að samskipti okkar við bændur og aðra séu sem best. Við erum allir gestir á Völlunum en sumir eiga meira undir þá landeigendur heldur en aðrir. Er til ofmikils að ætlast að þessir menn segi hagsmuna félagi okkar (ísalp) frá þessu? Er ekkért sem menn þurfa að ræða í sambandi við umgengi þarna?
Einsog Hjalti bennti á þá er bíllinn altaf einsog öskubíll þegar maður fer frá völlunum eftir helgina og þar sannast hverjir bera ábyrgðina.