Re: svar: Touching the Void

Home Forums Umræður Almennt Touching the Void Re: svar: Touching the Void

#48671
0703784699
Member

leiðinlegt að sjálfur kappinn komist ekki…en það er ekki þar með sagt að við gefumst uppá að reyna að fá hann til landsins eða hvað? Þrátt fyrir að hann nái ekki að vera hérna við frumsýningu eru mánuðir einsog Sept-Nov tilvaldir fyrir svona nokkuð….gaman að heyra annarra álit á þessu en allaveganna læt ég mig ekki vanta á fyrirlestur hjá þessum annars magnaða “no ordinary” Joe.

En annars átti ég ekki von á að myndin yrði einhver eftirbátur bókarinnar sem hélt manni í þessum líka heljargreipum frá fyrstu setningu til þeirrar síðustu.

En hvernig er það, verður myndin sýnd lengi? Þannig að það er verið að reyna að lokka almenning (einsog fjallamenn falli ekki undir þann flokk) um að sjá hana líka…

Hver er það sem flytur hana inn?

og að lokum vil ég koma þökkum á framfæri til Halldórs Kvaran fyrir þetta frábæra framtak…

Hlakka til að sjá sem flesta,
Gimp