Re: svar: Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskáli kominn í bæinn. Re: svar: Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

#52972
SissiSissi
Moderator

Hlynur skellti inn nokkrum myndum líka: http://www.bh.smugmug.com/Agust%202008

Svona aðeins til að útskýra hvernig þetta var gert, þá var keyrt uppeftir eftir vinnu á föstudegi og strax hafist handa við að færa hellur frá skálanum og moka frá. Það var klárað ásamt því að stífa hann að innan og tæma þarna um kvöldið. Unnið var aðeins fram á nótt. Gist í Miðdal.

Daginn eftir var ræs upp um 6 og fljótlega hafist handa. Bjálkum var komið undir skálann, hann tjakkaður upp á þeim, settur niður á búkka og hreinsað undan honum svo hann stóð í 30-40 cm hæð. Stífað yfir þakið með ströppum.

Heysispallur dreginn undir húsið með spili á bíl, meðan krani hélt við húsið. Húsinu slakað niður á pallinn.

Strappað aðeins að utan og pallurinn síðan dreginn upp á bíl.

Keyrt niður Tindfjallaveginn (sem var ansi slæmur) og í bæinn. Húsið komið á bílaplan um sólarhring eftir að lagt var af stað úr bænum.

Meira um þetta hér: http://isalp.is/art.php?f=217&p=578

Sissi