Re: svar: Til Hamingju Ísland!

#53458
Siggi Tommi
Participant

Allt að gerast. Mikil gróska og eistnaflug í gangi…

Styð boltun heilshugar enda sé ég ekki meginmun á boltun og að fortryggja leiðir með dóti og skrúfum eins og gert var með þessar báðar.
Ef grjóthlutinn er það morkinn eða illa til dóts fallinn að það þurfi “hreiður af dóti” eins og Síamstvíburinn og Ólympíska þurfi ístryggingu og langan sling, þá er ég ekki að sjá að menn séu að fara að leiða þær “hreint”. Eða hvað?
Held það sé alveg ljóst að leið sem fær bolta í sig verður 10x vinsælli en óboltuð leið. Jafnvel klassík… :)

Er ekki potential í nokkrar leiðir í viðbót þarna?

Fyrir þá sem ekki vita, þá var mixsjóðurinn búinn að hálfbolta tvær leiðir (og setja upp eitt akkeri) í klettunum ofan við bíltastæðið í Múlafjalli. Þar voru fjórar línur prófaðar, frá M4/5 upp í M6/7 eða svo. Svo kom ísinn og menn gáfu sér ekki tíma til að klára þetta í hlákutímanum. Áhugasamir mega gjarnan klára þetta mín vegna.

Robbi (s: 866 2235) situr annars á augunum sem sjóðurinn var kominn með (ca. 20 eftir). Dúllarinn ætlaði að gefa slatta af boltum en síðast þegar ég vissi voru þeir ekki enn komnir til skila og því verða menn enn sem komið er að gefa eigin bolta í málefnið.