Re: svar: Þráðabrenglun

Home Forums Umræður Skíði og bretti Nokkrar myndir Re: svar: Þráðabrenglun

#52556
Siggi Tommi
Participant

Varðandi ísamagn, þá var Arnar Emils að senda mér ísrapport úr Kaldakinn og ég sé ekki betur á því en ísmagn þar sé afar svipað og það var á festivalinu í fyrra, nema ívið meira af snjó í þetta skiptið.
Það er því ekki rétt hjá Hjalta að það sé enginn ís fyrir norðan, það er bara mjög lítið af ísvænum þilum við þjóðveginn norpur og í Eyjafirðinum.

Annars er kominn bráðabirgða leiðarvísir af Kinninni á http://www.rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/
(er þar í þremur mismunandi upplausnum)

Tilvalið að skella sér norður um páskana, skíða í fjallinu og mylja ís í Kinninni.