Re: svar: Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn…

Home Forums Umræður Almennt Meðlimur af ISALP Re: svar: Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn…

#48120
Karl
Participant

Jónki, -ertu nýbúinn að lesa Litlu Gulu Hænuna?

En þetta er rétt , -málið er ekki spurningin;
-Hvað getur Isalp gert fyrir mig?
heldur,
-Hvað get ég gert mér úr Ísalp?.

Þeirri spurningu er hinsvegar mikilvægt að halda á lofti og jafnvel að viðra e-h að slíkum vangaveltum hér á Síðunni.

Hvað viðkemur hagsmunabasráttu Ísalpara þá er nú svo að það eru almennt allir góðir við okkur -alltaf! -nema þá bara blessuð ríkisstjórnin.
Ísalp hefur lagst á sveifina með öðrum útivistarfélögum þegar ríkisstjórnin hefur þrengt að okkur t.a.m. varðandi umgengnisrétt um land, og svo hefur Ísalp lagt lið baráttunni fyrir varðveislu öræfanna og varfærni í framkvæmdum.
Ísalp er stofnaðili að Samtökum Útivistarfélaga og undirritaður hefur talað máli útivistar og fjallamanna í því verki að raða virkjunarkostum niður í forgangsröð sem vonandi lágmarkar skaða okkar af þessu brölti ef eftir þessu verður unnið.
Varðandi lögin um almannarétt var verulegur árangur af baráttunni.
Líklega verður orkuslagurionn öllu erfiðari leðjuglíma.