Re: svar: …. telemarkhelgin …..

Home Forums Umræður Skíði og bretti …. telemarkhelgin ….. Re: svar: …. telemarkhelgin …..

#50375
0309673729
Participant

Mér finnst stundum eins og menn taki þessum vef og vinnu minni við að viðhalda honum sem sjálfgefnum hlut — líkt og ég fengi greitt fyrir það. Svoleiðis er það þó ekki, þetta er sjálfboðavinna og mikið af henni.

Já ég er mjög önnum kafinn þessa dagana. Ég er í tveimur störfum sem bæði eru mjög tímafrek og er að fara flytja og er að selja íbúð. Samt sem áður gef ég mér tíma til að sinna vefnum — nokkuð sem er eiginlega bara bilun og ég þarf að endurskoða.

Úr því hinn ágæti herramaður Sigurbjörn (Böbbi) birtir eitt skeyti þá held ég að sé réttast að birtast öll skeytin sem fóru á milli mín og Jóns Marinós (Bassa).

Fyrst nokkrar útskýringar:
* Traffíkin á vefnum er góð á virkum dögum en dettur mikið til alveg niður um helgar.
* Auglýsingaplássið efst er ætlað til fjármögnunar á þróun vefsins. Um það hefur verið gert skriflegt samkomulag.
* Auglýsingaplássið fyrir ofan umræðusíðurnar er ætlað til að auglýsa Ísalpviðburði.
* Auglýsingaplássið fyrir ofan umræðusíðurnar skilar sér vel vegna þess að allir lesa umræðusíðurnar.
* Ég átti von á auglýsingum frá Bassa og Böbba fyrir löngu svo hægt væri að kynna telemarkhátíðina með góðum fyrirvara.
* Langflestir gestir isalp.is eru fastagestir og vita því örugglega um telemarkhátíðina þannig ég skil ekki af hverju Bassi og Böbbi kynna ekki hátíðina á öðrum síðum eins og til dæmis utivera.is

==========================
From: helgiborg@fjallamennska.is
Sent: 9. mars 2006 20:58
To: Jón Marinó Sævarsson
Subject: kynning á telemarkhátíð

Sælir,

Viltu kynna telemarkhátíðina betur á isalp.is? Sendu mér þá forsíðumynd 800x300px eða borða til birtingar fyrir ofan umræðurnar 500x75px. Ég get líka sett eitthvað saman ef þú sendir mér myndir og texta.

kveðja
Helgi Borg

==========================
From: Jón Marinó Sævarsson
Sent: 10. mars 2006 00:14
To: helgiborg@fjallamennska.is
Subject: Banner fyrir telemarkhelgina

Sæll,
Sá að auglýsingastofan okkar var búin að senda mér bannerinn. Spurning um að setja hann á vefinn núna.

Síðan sendi ég þér texta um dagskránna. Það er verið að hnýta síðustu lausu endana við skipulagninguna.

Láttu mig vita ef þetta er ekki rétta upplausnin

Kveðja Bassi

==========================
From: helgiborg@fjallamennska.is
Sent: 10. mars 2006 09:11
To: Jón Marinó Sævarsson
Subject: RE: Banner fyrir telemarkhelgina

Sælir,
Ég var búinn að græja nýja forsíðumynd í dag, þannig að ég vil helst ekki skipta henni út. Auglýsingin ykkar birtist á mán-mið í næstu viku.

Ef auglýsingastofan ykkar getur framleitt borða 500x75px þá skal ég skella honum inn strax og mér berst hann. Hann birtist fyrir ofan umræðusíðurnar, sjá Banff kynningu núna.

kveðja
Helgi Borg

==========================
From: Jón Marinó Sævarsson
Sent: 10. mars 2006 10:07
To: helgiborg@fjallamennska.is
Subject: RE: Banner fyrir telemarkhelgina

Eftir að hyggja að hafa skoðað vefinn.
Svo er spurning um að setja borða í stað auglýsingarinnar þinnar yfir helgina?
Ef ég fæ borðan í dag eða á morgun.
Síðan væri gott að fá bannerinn mán og mið.
Síðan væri gaman ef þú tækir nokkrar myndir úr greinunum síðustu ára um Telemarkhelgina og settir inn.
Þetta er nú einn af fjölmennustu atburðum sem ISALP kemur að á hverju ári.
Þetta er nú ekki stór hópur sem verið er að auglýsa fyrir.
Síðan strax eftir telemarkhelgina að þá má allt fara niður og byrja að keyra á auglýsingar á Banff sýninguna.

Heldur þú að þín auglýsing sé ekki búinn að skila sínu amk í bili og megi hverfa eða fara neðar á vefinn um stund?

Kveðja / With regards
Jón Marinó Sævarsson
Viðskiptastjóri
Account Manager

Sími / Tel. +354 550 7724
GSM / Mobile +354 863 7724
Fax +354 460 6709

==========================

Ég vil að endingu hvetja alla til að fara norður á telemarkhátíðina sem þeir Böbbi og Bassi hafa staðið af að myndarskap síðustu ár.

kveðja
Helgi Borg