Re: svar: Stuðlaberg hjá Klaustri

Home Forums Umræður Klettaklifur Stuðlaberg hjá Klaustri Re: svar: Stuðlaberg hjá Klaustri

#48099
Jón Haukur
Participant

Svæðið við Núpa hefur verið nefnt Tappavellir, sjá umfjöllun í síðasta ársriti Ísalp og mynd á bls 63. Það er búið að klifra vel á annan tug stigaleiða og a.m.k eina venjulega dótaleið.

Spíran á Hafrafellinu hefur margoft verið klifruð af drulluspíruhöfðingjum landsins, fyrsta skiptið sem ég man eftir er um páskana 1986 af Björgvini Richards og Kristjáni Maack kópvíkingum. Þetta er nú reyndar ekki nema rétt rúmlega 10 m. en engu að síður ágætis skemmtan. (sjá mynd í ársritinu 87).

góðar stundir.

jh