Re: svar: Stóri Bróðir

Home Forums Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51640
2806763069
Member

Já þessi svæðisstjórnargaukur í fréttunum var bara nokkuð fyndin. Ef einhver skilur ekki brandrarnn þá hef ég farið á Hnjúkinn í mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, septemer og desember og ef maður segir að aðal hættrnar séu þrjár:
Veður, sprungur, snjóflóð þá skorar sumarið júní, júlí og ágúst ásamt september lægst í öllum flokkum (miðað við eðlilega ferðahætti og kunnáttu).

Það eina sem reyndar veldur stundum vandræðum síðsumars er að Hnjúkurinn sjálfur verðu brattur og ísaður.

Þetta er því ekki bara forræðishyggja heldur fáránleg yfirlýsing á alla kannta. Er þetta alveg rétti maðurinn til að stýra stærstu aðgerð Slysbjargar í fjalllendi?

Annars alltaf skemmtilegar þessar pælingar um boð og bönn.
Hver á að framfylgja fjallabanni eða tilkynningarskildu? Lögreglan í Skaftafelli (eða kannski á bara að fá Hnappavallalögguna í hlutverkið ! ) ?
Og hver yrðu viðurlögin, mannbroddarnir gerðir upptækir? Fángelsun eða bara útlegð í Síberíu?
Þannig hugmyndir eru allar mjög einfaldlega hlægilegar hvort sem litið er á þær frá praktískum sjónarmiður eða frá því sem teljast verður eðlilegt frelsi einstaklingsins. Geri ráð fyrir að sömu aðilar séu líka að spá í að banna sölu áfengis í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Slíkt bann yrði afar áhrifaríkt til að draga úr ofbeldi í miðbænum og myndi vafa lítið bjarga fleiri mannslífum.

Ég er sammála Arnari með upplýsingaskilti við helstu leiðir. Þar sem varað er við hættunum, hvort sem er fyrir fjallamenn eða alla túrhestana sem koma sér í vandræði með því að fara upp á skriðjökla á strigaskóm.

Það vill reyndar svo skemmtilega til að lengi hefur staðið til að setja upp svona skilti en af einhverjum ástæðum hefur viðkomandi aðili ekki komið því í verk!!??? Skildi það hafa breyt einhverju?

Log bókin hljómar líka afar vel!