Home › Forums › Umræður › Almennt › Sprell á sumardaginn 1. › Re: svar: Sprell á sumardaginn 1.
23. April, 2007 at 12:44
#51385

Inactive
Það var brotaskari niður allan Virkisjökul leiðina(Hvannadalshrygg) þegar við löbbuðum þar niður. Við sáum ummerki eftir að skíða- og brettamenn sem voru þar á ferð sömu nótt og virtust sumir þeirra eiga í erfiðleikum með færið þegar skelin brotnar. Þarna voru á ferð KGB, HBJ og félagar.
Steppó það er langt í að ég klári þetta dæmi þar sem ég er rétt að slefa í 20 toppa af 100. Það má hins vegar segja að þegar Hrútfjallstindarnir eru að baki megi segja að tæknilega erfiðustu topparnir séu komnir.
Ég er þegar farinn að finna smjörþefinn af því að það er talsvert auðveldara að segjast ætla á 100 toppa og í raun gera það.
Olli