Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

Home Forums Umræður Almennt Skaftafellsþjóðgarður Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

#49063
Anonymous
Inactive

Þessir menn útskýra ekki sitt mál og mundu ekki geta það þó svo ólíklega vildi til að þeir mundu reyna það. Við Íslendingar erum seinþreyttir til vandræða en ég held að hér sé vert að staldra við og hugsa aðeins(ekki of lengi) og síðan bindast samtökum um að gera eitthvað. Það sem hið opinbera græðir mest á er sundurleiti þeirra hópa sem um ræðir þ.e. 4×4 arar, göngufólk, skíðafólk og hin almenni borgari sem hættir sér á þessar slóðir. Kannski vantar bara einn skeleggan forystusauð sem er nægjanlega þrautseigur til að standa upp í hárinu á þessum mönnum. Við þurfum eitt stykki Garðar eins og sumir hafa. Kveðja Olli