Re: svar: Skilgreining á P gráðu

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu Re: svar: Skilgreining á P gráðu

#53995

Fínt að fá þessa skilgreiningu á P-gráðum. Mjög töff að hafa eitthvað svona séríslensk kerfi. Þar sem ég fór Ýring núna á sunnudaginn þá er gaman að meta þá leið skv. þessu kerfi. Andri nefndi að Ýringur væri líklega P IV+ en ég held svei mér að Ýringur sé ekki nema P IV.

P-kerfið er augljóslega kerfi sem er að meta alvarleika og lengd inn í heildargráðuna en ekki bara segja til um erfiðustu hreyfingar líkt og tíðkast með klettagráðum. Ég verð að segja fyrir mig að ég hef tilhneigingu til að hugsa um ísgráður líkt og í klettaklifri og því eru WI gráður að passa betur.

En það er vissulega mun eðlilegra og meira lýsandi að meta fleiri þætti inn sem segja til um heildarpakkann. Spurning um að nota bara WI og P saman.