Re: svar: Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skíðakort – Hvað muna elstu menn? Re: svar: Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

#49182
0704685149
Member

Ég bara man það að árskortin í Hlíðarfjalli hafa verið svona á 8-10 þús. kr. og þau hafa marg borgað sig.

Tala nú ekki um það ef maður fær kvittun fyrir kaupunum og stéttarfélagið eða vinnuveitandinn borgar þau að hluta eða að öllu leiti, af því að maður stundar “íþróttir” til að verða hraustari til að stunda vinnuna sína.

Ég bara veit að það er alltaf miklu viturlegra fyrir ykkur Reykvíkinga að kaupa ykkur árskort á Akureyri…a.m.k. ef þið ætlið á Telemarkhátíðina og að koma á skíði um páskana hér fyrir norðan…í venjulegu snjóárferði.

Miðað við að fjórir kaupi sér árskort saman, þá var verðið síðasta vetur 10.000 kr. á mann. (gæti verið hærra í ár en varla hækkar það mikið) Dagpassi um helgi, kostar 1.500 kr. þannig að þetta eru 7-8 skipti og þá borgar kortið sig upp.

Síðan hittið þið alltaf svo marga hér á Akureyri sem eru með fyndinn hreim.

Það snjóar ekkert í dag…bara frost…kannski að maður fari að líta á ís um helgina…eða axli skíðin og haldi til fjalla og finni sér lænu til að skíða niður…bara fyrir Palla…og til að ögra Sigga Tomma…ég læt konuna fara niður á undan…hehe

kv.
Bassi