Re: svar: Skardsheidin

Home Forums Umræður Almennt Skardsheidin Re: svar: Skardsheidin

#48723
0311783479
Member

Þetta hefur væntanlega verið vel frosið saman í kuldanum í gær. Var þarna á svipuðum tíma fyrir ári með Andra og Helga Hall í Kosningaklifri og við áttum fótum okkar fjör að launa þegar fésið sem slíkt var gjörsamlega á leiðinni á okkur í smærri skömmtum, á stærð við góðan handbolta. Enda eru nú grófirnar trektar á slíkan ófögnuð.

-lifið heil
hg

ps. gott ef það er ekki bent á það í topoinum að réttast sé að klifra Rifið eftir næturfrost ;o)